Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: fordómar í könnun

í Danstónlist fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já hann þarf kannski að læra að telja svo að svona lagað gerist ekki aftur:) Svo vantar líka hlutlausa svarmöguleikan svo að ég mótmæli þessu harðlega fyrir þeim sem vilja gæta aldurshlutleysi í þessu máli!!! Sveiattan ívar! en hann má nú eiga það að þessi könnun er ekki um hann sjálfan og fær hann því tvöfalt húrra fyrir það og klapp á skallann líka.

Re: Raftónlist á PC

í Danstónlist fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ónei! tími hardware dótsins er senn á enda og hugsa ég að flestir séu bara software kallar herna sem nota allt sem hægt sé að kreista einhverja tóna úr. Annars er nú megnið af hardware dótinu svokallaða með einhverskonar software grunn undir húddinu og þarf maður að leita ansi langt til þess að 100% lífræna og nonedigital raftónlistar græju núorðið. Softdótið er semsagt búið að ná öllu því helsta það sem digital hardwarið hefur þar sem stafrænni uppruninn er sá sami. Annars nota ég bara allt...

Re: Könnun

í Danstónlist fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já en michael jackson greyið er nú reyndar líka í petur pan landi, dulbúinn sem vælandi kerling, eins og sumir í nágranna ævintýraríkjunum ;) Reyndar eru það stjórnendur sem taka ábyrgð á þessu og satt er það að ekki vantar nú hreifinguna í þessum könnunum og varla er það nú slæmt en reyndar eru þær nú misgáfulegar af eðli og innihaldi en ætli það sé ekki önnur saga.

Re: Könnun

í Danstónlist fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Nei það væri agalegt!! Þá mundi sýrustigið minnka umtalsvert herna og ekki er það gaman:)

Re: Sólmyrkvi

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já svo er víst og átti þarna að standa að tunglið skuli vera fjær jörðu en ekki nær og afsaka ég þá mína meinloku í þessu samhengi:) Meðalfærlægð tunglsins gagnvart jörðu er einhvað um 380.000 km, sem er um 400 sinnum nær heldur en sólin (150 milljón km) og er sólin einhvað um 400 stærri en tunglið á þvermáli sem gerir þá niðurstöðu að þessir hlutir (tungl og sól) virðast jafnstórir frá jörðinni og gera sólmyrkva mögulegan, þar að segja ef skekkjumark á fjarlægð tungls gagnvart jörðu sé...

Re: Og plötusnúður ársins er..............DJ Sóley!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Mikið endalaust geta menn verið bitrir yfir þessari niðurstöðu um hver sé besti plötusnúðurinn. Þessi úrslit er val líðsins og það val fer yfirleit ekki saman um það hver skyldi vera “besti” plötusnúðurinn enda er það mat ansi persónubundið og yfirleit ómælanlegt og ef við athugum það krakkar mínir! er nokkuð hægt yfir höfuð að keppa í slíku sem kallast hver skuli vera besti dj það árið, enda hugsa ég að það sé svolítið afstætt að keppa í slíku og hálf loðið þar á auki. Einmitt svipað eins...

Re: Sólmyrkvi

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Heyrði að hann ætti að vera einhverntíman um mánaðarmótin maí júni. Hvort að það hafi ekki bara verið 31 maí og er þessi myrkvi einstakur af því leiti að tunglið er víst það nálægt jörðu að það nær ekki að skyggja algerlega fyrir sólina þannig að það kemur víst ansi mögnuð sólkóróna sem myndast. Það er einhvað sem er mun sjaldgæfara en þessi venjulegi sólmyrkvi. Bara að það verði ekki skýjað og rigning því þá sendi formlega kvörtun og harðort bref inn til veðurstofu íslands.

Re: Korg, synthar, trommuheilar, Reason ???

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já þetta er allt spurning um hvaða hljóðfæri og aðferðir henta viðkomandi tónlistarmanni og hvað hann sé að gera og í raun er ekkert til neitt alhliða svar við spurningu þinni.Aðeins þú sjálfur getur fundið það út með tímanum. Í dag dugar í raun eitt stykki tölva með góðu hljóðkorti sem og gott tónlistarforrit t.d. cubase eða logic (því miður verður frekari útgafa af logic ekki til nema á makka) og má segja að tölvan sé núorðið orðin þungamiðjan í að skapa tónlist nútímans sem og í leið...

Re: Framtíð alþjóðlegu geimstöðvarinnar í uppnámi

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hugsa að þetta hafi varla getað verið neitt samsæri sökum þess að velbúnaðarbilunin af þessu tagi sem talið er að hafa grandað skutlunni sé of langsótt að hægt sé að klína því yfir á einhverskonar samsæri eigi í hlut.Sem og hversu langsótt það er að framkvæma svona samsæri í svona risa batterí eins og nasa er þar sem að tugi þúsunda manna vinnur hjá. Hinsvegar finnst mér það svolítið furðulegt og spúkí að flaugin skuli einmitt hafa sprungið yfir ofan smábænum palestine í texas og líka...

Re: Og plötusnúður ársins er..............DJ Sóley!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jæja:) En er þá ekki allavega búið að jarða birtu engillinn úr siðmenningunni.

Re: Og plötusnúður ársins er..............DJ Sóley!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Uss þetta er ljótt að segja:) og ég undra það ekki ef þú skildir verða laminn niðrí bæ um helgina, þá annað hvort af einari eða þá sóleyju. Eða þá bara af þeim báðum.

Re: Og plötusnúður ársins er..............DJ Sóley!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hvað heldur þú!! Sóley bárðar er það sem lýðurinn kaus þetta árið og það er ekkert sem þið getið gert í því nema grátið og gníst tönnum og bölvað almættinu í leiðinni fyrir það að svona lagað geti nú bara yfir höfuð gerst. Já guð hefur nú verið vondur áður:)

Re: Og plötusnúður ársins er..............DJ Sóley!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Krakkar mínir!! Hann (eða hún) sem standa sig best í plögginu og ná til og á milli eyrnasneplana á fólki vinnur alltaf í einhverjum svona uppstillingum um það hver skuli vera bestur það árið og bla bla bla og ekki er nú skortur á áhrifagjörnum sálum til að tryggja það. Þannig hefur þetta alltaf verið og mun ávalt verða og seint mun verða svo að gæðin skipta einhverju máli þegar svona slys er framkvæmt nema með einskærri lukku þannig að þið þurfið ekkert að örvænta svona muni nokkurntíman...

Re: hljóðkort...

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
M audio audiophile 24/96 sem fæst í tónabúðinni við rauðarárstig, sennilega einhverstaðrar á verðbilinu 25-30 kall. Á eitt slíkt og hefur það ekki valdið neinum teljandi vandræðum og öll hljóð renna út eins og draumurinn. Creative er bara dauði.

Re: Jörundur að hætta með stelpurnar

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Vá þetta er þá bara fjöldauppsögn af stærri kantinum sem leiðir til þess að það verða margar ástarsorgir og gníst tanna. Og svo dömpar hann öllum stelpunum til þess að geta byrjað með strákunum bölvaður melurinn.

Re: Er Djúpalaugin að tæmast?

í Sjónvarpsefni fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já það var í sögulegu lágmarki náð í gáfnafari þarna í þessum þætti þótt oft áður hafi heimskan ráðið ríkjum þarna fyrr og síðar en fyrr má aldeilis fyrr vera. Æji ég veit ekki úr hvaða saumaklúbbi og afdölum þetta lið kemur sem tekur að sér þann vafasama heiður að mæta þarna og sjá sig svo fært að gera sig að fífli sem oftast verður, okkur hinum til gleði og hrellingar. Þetta lið hlýtur því að vera hafnfirðingar.

Re: Er Djúpalaugin að tæmast?

í Sjónvarpsefni fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jamm djúpalaugin er af mínu mati og ætti frekar að nefnast grunnalaugin, það væri frekar við hæfi.

Re: könnun

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já en hvað með stjána stuð!!! hann er ekki þarna heldur og þess vegna fekk enginn mitt athvæði.

Re: Tölvur farnar að vera leiðinlegar?

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 21 árum, 10 mánuðum
….. Strákhvolpur að þykjast vera gamall að hafa fiktað í gömlum leikjum og muna eftir hlutum eins og coax. Hefur þú þurft að hlaða forritum inn af segulbandsspólum.. það suckar! Hefurðu þurft að kópera mikið magn af gögnum yfir coax.. það suckar meira! Þetta er sko ekkert! þú hefur greinilega ekki þurft að hlaða inn gögn með gataspjöldum eða þá vesenast í basic á sinclair kæri stóri strákhvolpur:)Tala svo ekki um að forrita á iðnaðartölvum og þurfa að senda öll gögn á 3200 baud modemi yfir á...

Re: sk/um

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta leiti mun síðar verða eða 10 feb næstkomandi ef almættið leyfir.

Re: Ambient

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jú það getur verið að ambientið eigi meira heima í stofugræjunum núorðið en það sem lítla var af ambient tónleikum er af mestu leiti horfið af yfirborði opinberleikans sem og líka hinar stefnunar af einhverju leiti og þá á ég við sem eru framkvæmdar af artistunum sjálfum. Annars er seint hægt að segja það að ambientið sé stuðmúsik nema þá kannski með væga inntöku af stuði:)

Re: Notaðar græjur-síða??

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jamm mér dettur helst í hug síður eins og http://www.vintagesynth.org/ http://www.sonicstate.com/ eða þá http://www.synthzone.com/ Ættir sennilega finna einhvað um etta þar.

Re: Blikkandi lágmenning........

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Gæti ekki verið meira sammála en lágmenningin er því miður það sem koma skal og þá sérstaklega á jólunum sem er náttúrulega alveg hræðilegt þar sem að þessi hátið á víst að vera hátíð ljós og friðar en það er langt síðan að friðurinn var úti. Eftir 20 ár verða komnir blikkandi rafmagnsróbótajólasveinar sem syngja heims um ból með sinni alkunnu dollurödd í öllum hornum á öllum verslunarmiðstöðvum landsins, sem verða orðnar yfir 50 á því herrans ári. Og helga möller verður enn að þjarma á...

Re: hlustendar verðlaun fm957

í Popptónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
ójá hann er sko þvílíkur poppari að annað eins hefur ekki sést norðan alpafjalla síðan sumarið 73 og geri aðrir betur.Ennig má nú minnast þess að rappið sem slíkt er orðið svo mikil popptónlist í dag að annað eins hefur heldur ekki sést en síðan sumarið 73.Liggur meira að segja við að rappið sé búið að slá diskóinu algjörlega úr toppsæti poppsins sem og væluballöðurnar að hætti bjarna ara og hina skallapopparana. En alltaf eru svona tilnenfingar jafn sorglegar og algjörlega óþarfar nema þá...

Re: Ambient

í Danstónlist fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Stórfín hugmynd en því miður finnst mér að það hafi verið lítill áhugi undanfarin misseri og ekki bara á ambienti heldur líka á raftónlistartónleikum almennt nema þá kannski á fjandans rappinu sem er að sigra heimin herna á íslandi. Í raun er raftónleikasenan sem slík nánast dauð þessa dagana. En ambientið er alveg stórfínt að hlusta á sem og viðburðir tengtu því en ég hef það á tilfinningunni að ambientið sé orðið meira jaðartónlist núna heldur en það sem áður var og að fólk sé almennt...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok