Buddy Rich er snillingur, fyndið að sjá myndbandið á Drummerworld.com af honum í trommudúeli við Animal í Muppets. Minn uppáhalds trommari er og mun trúlega alltaf vera Keith Moon. Hann dró trommur á nýtt stig og þar sérstaklega Rokk trommur. Ég er mikið í þessu gamla rokkinu, bluesinu og jazzinum og fleiri sem ég dái eru t.d. Steve Gadd, Ginger Baker, Ringo Starr, Peter Erskine, Joe Morello og þar mætti lengi telja. Ég ætla ekki að segja að þetta nýja sé lélegt, bara ekki fyrir mig…