Já, mér finnst konseptið frekar asnalegt fyrir þessa mynd, en ég skil svosem að George Lucas vilji segja söguna frá Klónastríðinu, jafnvel þótt hann leggi ekki einu sinni í það að leikstýra þessu sjálfur, heldur lætur hann einhvern núbba með kúrekahatt sjá um það. Svo það sem mér finnst bara langasnalegast er það að upprunalegir leikarar tala ekki fyrir persónurnar, eins og t.d Count Dooku - hann hljómar bara asnalega þegar það er einhver að herma eftir Christopher Lee, það er bara ekki jafngott.