Jæja þá er maður kominn í páskafrí! Ákvað í tilefni þess að skella inn einni stuttri grein um þetta litla sem vitað er um dreka og uppruna þeirra. Drekar eru illar verur sem lifa í Norðri Miðgarðs. Þeir eru risastórir, hreistraðir eins og eðlur, lifa lengi, gráðugir í fjársjóði, og algjörlega miskunnarlausir. Þeir gátu ruglað menn með augaráðinu einu, og orð þeirra voru tælandi og full af kænsku. Drekar voru sennilega fyrst ræktaðir af Morgoth þegar hann sneri aftur til Angband með...