Gæti verið spoiler hérna einhversstaðar, en allavega, ég var að klára seinustu bókina í gær, og mér leið dálítið svona illa eftir að ég kláraði hana. Leið næstum eins og ég hefði misst góðan vin, og að vita að ég myndi aldrei klára nýja HP bók var ömurleg. En nú spyr ég ykkur, sem búin eru með bókina, hvernig var líðanin eftir að hafa klárað hana?