Þú leggur fyrst saman tíðnirnar, til þess að vita hversu margir tóku prófið. Svo leggur þú saman allar einkunnirnar. Þar sem tíðni á einkunninni 3 er 2, þá ertu kominn með 6. Þar sem 4 eru með 4, þá ertu kominn með 16+6=22. Þegar þú hefur lagt allar einkunnirnar saman, þá deilir þú þeirri tölu með fyrstu tölunni sem þú fannst (summa tíðnanna). Bætt við 8. maí 2007 - 21:58 Ég fékk svarið 6,375. Samanlögð einkunn var 306. Þetta, deilt með 48 (fjöldi nemenda), er 6,375. Það sem þú gerðir rangt...