Besti ís í heimi fæst í smábæ í Toscana, Ítalíu, sem heitir Cortona. Þar er búð sem heitir Snoopy og selur alveg fáránlega góðan ís, sem þeir gera á staðnum, og besta bragðtegundin hét “Cookies”. Hef verið í þessum bæ tvisvar og fékk mér alltaf amk einn svona ís á dag. Gúddsjitt. Annars er gamaldags þeytingur í ísbúðinni í vesturbænum líka fokking snilld.
Hehe, þakka boðið, þetta hljómar eins og þrusuflík, en ég er eiginlega hættur við netabolshugmyndina, ég fann nefnilega geðveikt svöl hlífðargleraugu sem ég ætla mér að klæðast, og þá meikar voða lítið sens að vera í netabol við.
21" widescreen flatskjár Shuttle XPC borðtölva Bassabox og tveir hátalarar Fartölva 1 Power Up! Energy Drink dós sem er búin að vera á skrifborðinu ósnert í rúmlega ár. Mynd: http://technabob.com/blog/wp-content/uploads/2007/12/super_mario_energy_drink.jpg Tvær gullmedalíur sem á stendur “Ræðumaður skammdegisins ‘07-’08” 3 Armbandsúr Hugo Boss aftershave Calvin Klein rakspíri Tveir stick deodorant Tvö 1.25 kg dumbbell lóð vasahnífur Oxford Advanced Learner's Dictionary 2007 útgáfa Allar...
Dark Tower serían er low fantasy, mjög dökk saga. Hef reyndar ekki lesið þær sjálfur en það hefur hann pabbi og hann er mjög hrifinn af þeim. Ég er mikill aðdáandi fantasy-bóka og hef lesið ógrynni af þeim. Það sem helst stendur upp úr sem ég man þessa stundina er t.d. Wheel of Time, sem er 11 bóka sería og númer 12 á enn eftir að koma út, hver bók er sirka 800-1000 bls. en mér finnst þær svakalega góðar. Svo er ein low fantasy sería sem verður bara að teljast ein sú besta sem ég hef...
Satt er það. Mér fannst samt Juno ekki góð, hafði ágætlega gaman af henni, en hún var bara of gölluð á marga vegu fyrir mig. Plús að það er geðveikt pirrandi hvað myndin reynir of mikið að vera indie og óvenjuleg.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..