Jæja þá ákvað ég að reyna að skrifa enn eina uppskriftina upp sem ég nota soldið sjálf. Steikt Ýsa með osti. Veljið frekar þykkan bita af flakinu, mér finnst best að nota efsta hlutann af flakinu, skerið svona eins og lítinn vasa inn í flakið og setjið ostsneið og jafnvel smá skinku inní vasann, veltið svo flakinu uppúr mjólk og hveiti. Steikt á pönnu við frekar vægan hita (stilli á 2 á eldavélinni hjá mér) kryddað með smá salt og sítrónupipar. Gott er að bera þetta fram með Hollandais sósu...