Ég reyni að nota þágufall sem minnst, mér finnst þolfallið bara miklu flottara, mér finnst svo leikskólalegt eitthvað að bæta i-i við. En allavega, já íslenskan virðist vera að versna þar sem fólk virðist vera að sætta sig við orðið “talva”, meira að segja einhver íslensku kennari vildi bæta þessu orði inn sem nýyrði! En já ég skil ef að fólk missi út úr sér “talva” þegar það talar en að skrifa það er alveg fáranlegt.