Á vinnumarkaðnum færðu borgað í peningum. Eftir skólagöngu færðu tæknilega séð borgað með stimpli sem segir “Ég er menntaður maður”. Það eru til minnsta kosti 3 tegundir af stimplum. 1. Grunnskólastimpill, fyrir hann kemstu inn í framhaldsskóla. 2. Menntaskóla/Fjölbrauta stimpill, fyrir hann kemstu inn í háskóla. 3. Háskólastimpillinn, fyrir þennan geturu fengið góða vinnu og þar af leiðandi þéttan launaseðil. Þú færð borgað fyrir skólagönguna á endanum.