Ég tala íslensku best og svo er það enskan, en þetta eru einu tungumálin sem ég get notað eitthvað af ráði. Síðan er það bara danskan og næstu tungumál þar í kring. Þar skil ég eitthvað sem ég les, en get ekki sagt neitt merkilegra en “Hvað heitir þú?” og þess háttar. Hef lítinn áhuga á þessum málum. Síðan er ég að læra spænsku í skólanum, og finnst hún nokkuð áhugaverð. Gengur ágætlega þar, en ég get nú ekki sagt neitt mjög mikið enn. Og svo verð ég að nefna japönskuna, en á henni hef ég...