Þessi rök eru mjög skrítin, að múslimar, ásatrúarfólk, hindúar, búddistar, fólk sem trúir á sinn eigin hátt, fólk með vísindalega heimssýn, etc… skuli bara gjöra svo vel að leita til kristinna presta bara af því þeir eru 100% niðurgreiddir af ríkinu. Þarna er fólki mismunað gróflega eftir lífsskoðunum. Miklu nær væri að niðurgreiða alla meðferðaraðila jafn mikið. Þá á ég við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, etc… Hvað laun presta varðar, þá ætti jafnt að ganga yfir öll lífsskoðunarfélög...