Það er rétt hjá þér að upplifunin sé staðreynd, en tengsl hennar við raunveruleikann þurfa ekki að vera algjör. Ég verð nú bara að segja að ég hélt að það væri hærri prósenta. :) Og nei, ég er ekki að segja að þau séu veik á geði, enda þarf maður ekki að vera veikur á geði til að fá ofskynjanir eða skynvillur. Það er hormón sem líkaminn framleiðir sem heitir Serótónín og er náskylt ofskynjunarefninu Mescaline, og hefur svipuð áhrif. Til að “upplifa” eitthvað þarf ekki meira en smá skammhlaup...