“Það eru jú alveg nákvæmlega sömu aukastafir í báðum liðum.” Þarna ertu nefnilega að gefa þér eitthvað sem ég er ekki alveg viss um. Við sjáum alveg að þetta gengur ekki upp, þannig að það hlýtur að vera villa í þessu. Sérðu einhvern möguleika á villu, annan en þennan ? Þeas. að aukastafirnir séu ekki nákvæmlega þeir sömu. Ef við værum t.d. með 0,9999 og myndum margfalda með 10, þá fengjum við 9,9990 og mismunur þeirra er 0,0009. Spurning hvernig þú ætlar að draga mismun af 2 óræðum tölum?