Fólk kann ekki að nota google. Það skrifar alltaf t.d. “I want to see my neighbours naked” eða eitthvað. Var einhver gaur sem var að vinna með mér sem var að brjálast yfir því að hann fann ekki það sem hann var að leita að á google, ég spurði hann að hverju hann væri að leita og eftir að hafa lýst því fyrir mér settist ég við tölvuna, sló inn nokkur orð og leitaði og viti menn, það fyrsta sem kom upp var einmitt það sem hann var að leita að.