Ef þér líður eins og þú ættir að hætta eða taka þér pásu, þá ættirðu að gera það, ef þér dettur í hug eitthvað skemmtilegra sem þú vilt gera. Ekki hætta bara til að hætta, heldur skaltu hætta (ef þú hættir) til þess að fara eitthvert lengra en ekki til þess að staðna. Ég sé ekki eftir því að hafa hætt í skóla á sínum tíma, ég er búinn að gera allskonar skemmtilegt síðan þá, en ég stefni að því að fara að fara aftur í skóla fljótlega vegna þess að núna er ég kominn með áhuga og metnað aftur....