Jæja, mér finnst það ekki. Miðað við hvað trúarbrögð hafa haft mikil áhrif á mannkynið í gegnum söguna, þá held ég að það væri best að draga úr áhrifum þeirra í dag. Trúarbrögð fólks eru ekki einkamál nema hinn trúaði líti á það sem einkamál. Trú einhvers er ekki hans einkamál ef hann vill að ég haldi kirkjunni sinni uppi með þeim sköttum sem ég borga, eða ef hann vill að börnunum mínum sé kennt sérstaklega um sína trú (öðruvísi en í menningarlegu samhengi), eða að hún sé beinlínis predikuð...