Hvort sem það á að leyfa henni að neita því eða ekki, finnst þér rétt að taka þvagsýni hjá manneskju með þvaglegg, án þess að það sé læknir sem gerir það, og án þess að það sé nokkur lagaleg heimild fyrir því? Þetta er niðurlægjandi ofbeldi af hálfu ríkisstarfsmanna, og er síst gott fyrir almenna virðingu fólks fyrir þeim, auk þess að hafa mjög slæm áhrif á þá sem verða fyrir þessu. Ef lögreglan getur gert svona eftir eigin hentisemi erum við að gefa henni of lausan tauminn í von um eitthvað...