Opeth eru frábærir, að líkja þeim við Pink Floyd Metalsins er alls ekki svo vitlaust, þeir eru mjög djúpir og flottir. Ghost Reveries er uppáhaldið mitt og svo er ég líka mjög hrifinn af Blackwater Park en þar sem ég hef ekki hlustað á allt með þeim af viti þá er ég tæplega dómbær á hvað er besta efnið þeirra, veit bara hvað ég hef verið að fíla best hingað til. Og já, Mikael Åkerfeld er án vafa einhver besti söngvarinn í Metal í dag.