Ég hef lent í þessu, en ekki svona miklar ofskynjanir. Ég vakna, get ekki hreyft mig, heyri í miklum vindi, finnst eitthvað illt vera í herberginu og mér finnst ég vera að fara út úr líkamanum, en alltaf þegar það er að fara að gerast dreg ég mig aftur inn og “vakna”. Ég spurðist einhverntímann fyrir um þetta og fólk kom með kenningar um out of body experience. Hver er munurinn á þessum tveimur fyrirbærum? Einhver?