Ég fór í helgarferð til Dublin árið 2001, get kannski ekki hjálpað þér mikið en ég get sagt þér að þar er ódýrara heldur en í London t.d., allavega fötin og mig grunar líka ýmislegt fleira sem gæti verið ódýrara. Ég persónulega held að ég myndi fíla Írland betur en England ef ég myndi búa þar… Virkar meira vingjarnlegt einhvern veginn finnst mér. Fólkið þarna er líka fínt, voða kammó.