Ég er með ofnæmi fyrir hveiti, höfrum, rúgmjöl og maís. Soja mældist líka hátt hjá mér en ég finn ekki fyrir neinum óþægindum þegar ég borða það. Fleira mældist hjá mér sem ég á eftir að prófa, t.d. jarðhnetur, heslihnetur og möndlur, sesamfræ og grænar baunir. Það er fljótlegra að segja hvað ég borða en hvað ég borða ekki því hveiti er í svo mörgum mat! Ég borða mikið af kjúkling, fiski, ávöxtum og mjólkurvörum. Ég vona innilega að ég þoli soja og hnetur því það er gott að geta borðað það í...