Af hverju ferðu ekki bara í strætó? Frítt í strætó fyrir háskólanema :) Annars er þetta tilgangslaust svar, er ekki í HÍ en ég ætlaði að gera það. Síðan fann ég svipað nám í öðrum skóla sem mér fannst meira spennandi :)
Ég :) Það er alltaf gaman á Þjóðhátíð, en samt var ég eiginlega ekki að átta mig á því að Þjóðhátíðin væri byrjuð enn á ný, sumarið er búið að fljúga frá manni… En já, þetta var mjög skemmtilegt :)
Mollið er í Malaga eða Marbella, man ekki alveg hvað það heitir. Veit ekki til þess að það sé mall í Torremolinos. Hehe já, við eigum örugglega eftir að sjá hvort annað án þess að vita af því á þessum Íslendingabar :P En góða ferð á morgun og góða skemmtun =)
Þeir sem hafa þegar svarað þér hafa sagt það sem segja þarf. En vildi bara segja að ég er að fara 7.ágúst til Costa del Sol líka :) Hlakka svo til :) Á hvaða hóteli verðið þið?
Það er betra að breyta nafninu á miðanum. En það er ekkert fylgst svo mikið með því, þannig að svo lengi sem þeir eru báðir af sama kyni þá ætti þetta að vera í lagi. EN ég myndi samt breyta just in case… En kannski er það bara ég :P
Haha, já. Þegar ég kom heim frá útskriftarferðinni minni voru miðaldra hjón á leiðinni í tollinn á sama tíma og ég. Tollvörðurinn spyr hvort að ég sé á þeirra vegum og þau neita því að sjálfsögðu og þá hleypir tollvörðurinn þeim út en gegnumlýsir allt dótið mitt… og spyr mig líka um skilríki minnir mig því að ég hafði verið að kaupa áfengi í fríhöfninni.
Ég kalla vikuna bara busavikuna og síðan skírnina busavígslu. En annars er þetta smáatriði fyrir mér og ég nenni ekki að standa í einhverjum málalengingum um það. “En þú ert ekki ML-ingur fyrr en þú hefur lokið allir busavikunni og ert þannig vígður ML-ingur.” Ég veit það alveg enda var ég í ML í fjögur ár! :) Hver ég er er bara mitt mál.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..