Okey þetta er frekar flókið og langt en ég er að deyja, ég er svo stressuð, veit ekkert hvað ég á að gera og mig vantar hjálp. Sko málið er það að fyrir rúmum mánuði hitti ég strák, sem er mjög skemmtilegur og hress. Köllum hann bara Óla. Síðan við hittumst fyrst þá erum við búin að tala reglulega saman og hittast oftar, og mér líst mjög vel á hann. Þetta er fyrsti strákurinn sem ég hef hitt sem er ekki einhver fáviti, þetta er mjög góður og vel gefinn strákur, hreint út sagt bara æðislegur...