Gott gaman í hvívetna félagi, en myndbandið að ofanverðu er einmitt nokkuð gott dæmi um hvernig má fara að þessu: Við tókum þetta sígilda ‘Kihon Happo’ undirstöðuform úr Bujinkan og ákváðum að framkvæma samkvæmt grófu sniði, þ.e.a.s 8 tæknir, frá hægri/vinstri og þar endaði undirbúningurinn. Engin meðvirkni og engin mótspyrna, bara hreyfing; algjört núll hugarástand! …Og kannski sést það ef þetta er grandskoðað; ég veit ekki, en man þó að við settum okkur það að steingleyma fyrirfram...