Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Jú, það er einmitt þegar ég hífi í vírinn til að koma skærunum undir og þegar ég herði nýjan í sem ég finn mestan sársauka. Fyrsta hálftímann eftir skiptingu svíður líka aðeins undan þegar vírinn sker sig lengra inn, en ef ég bara einbeiti mér að einhverju öðru en sársaukanum þá tek ég mjög lítið eftir því.

Re: Hgmndz

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Fínt gataval, sérstaklega nipplan. Góð hugmynd að bíða með tattooið, þau eru meira permanent auk þess þekki ég rosalega marga sem sjá eftir hljómsveitartattooum sem þeir hafa fengið sér, sumir gengið svo langt að tattooa yfir þau með einhverju misflottu. Þannig sjáðu til seinna, annars geturðu útfært Maiden tattoo þannig það bæði sé Maiden tattoo og eitthvað persónulegt fyrir þig. Ég gerði það við Einstürzende Neubauten logoið, breytti því oggulítið og gaf því þannig mjög mikilvæga andlega...

Re: Nýja gatið mitt

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mjög nice, og yrði geðveikt töff með hring í.

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Var að skipta um þráð og það er svo sáralítið eftir núna að ég sleppi því að senda aðra mynd fyrr en þetta er tilbúið þar sem nánast enginn sjáanlegur munur er á yfirborðinu frá 2 seinustu myndum. Reikna með að senda mynd inn í kvöld eða á morgun þar sem þetta er tilbúið, ásamt því sem að ég legg mjög ýtarlega grein um aðgerðina, ferlið og upplifunina af þessu inn undir greinar þegar þessu er lokið. Hún mun innihalda myndir af ferlinu, myndaseríu um hvernig er bundið og hreinsað og ítarlegar...

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Er á degi 22 núna, það eru 5 dagar þar sem ég hef ekki getað skipt, og 2 dagar þar sem ég hef skipt 2svar á einum degi, er að fara að skipta í annað skipti í dag, sem er þá 20. þráðurinn. Maður getur sloppið með færri, því fyrstu 3 herti ég rosalega vel, en hafði svo næstu 4 slakari til að gefa aftasta skurðinum tíma til að gróa, því það er þar sem er mest hætta á að þetta grói saman. Reikna með að þetta verði um 25 skiptingar í allt.

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þræði vír í gegnum tungupiercingu og utan um tungubroddinn, herði vel til. Þá skerst hann lengra og lengra inn í tunguna eftir sem maður hreyfir hana. Þegar vírinn er orðinn slakur klippir maður á hann og þræðir á ný. Rinse - repeat

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég er einmitt að æfa þessa litlu tungubrodda sem eru komnir í að hreyfast sitthvora áttina og svona, langar til að geta krosslagt broddana fljótlega eftir að þetta er tilbúið, það mundi vera geðveikt cool mynd

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það er erfitt að segja, ég er einmitt að bera hana saman við aðrar dagbækur á netinu, og ég sé einn sem á jafnmikið eftir og ég í dag (dagur 22), sem kláraði daginn eftir, en 2 aðra sem kláruðu 4 dögum eftir. Þessir 2 með 4 dagana haf skurð sem líkist mínum meira. Byrjuðu álíka langt inni, skurðurinn var lengur að fara í gang á neðri hluta tungunnar en efri, og gekk allan tíman þannig. Í því tilfelli er efri vírinn einn að skera sig gegnum þykka himnulagið í miðjunni, meðan neðri er enn að...

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég er líka venjulega með skeifu með spikes á í septuminum, finnst þessi pinni óttalega pirrandi, en vinn í svo miklu hveitiryki að það er auðveldara að snýta sér í sífellu svona. Þetta verður magnað þegar þetta er tilbúið, og tie-off skurðirnir eru að mínu mati oftast sléttari og mýkri þegar yfir er staðið. En ég held líka að maður þurfi að vera svoldill dellukarl til að laðast að því að gera þetta með þessari aðferð, en ég elska að pierca sjálfan mig líka, held miklu meira upp á heimagerðu...

Re: Nett tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Jeffery Dahmer, Richard Ramirez, Andrei Chikatilo, Ed Gein, Albert Fish, John Wayne Gacy, Henry Lucas, Ottis Toole, Ted Bundy, Dennis Rader, Carl Panzram, David Berkowitz, Peter Kürten, H.H.Holmes, Aileen Wuornos, Elizabeth Bathory og Vlad Tepez, bara til að nefna nokkra góða candídata sem ég man eftir snöggvast. Annars eru allra uppáhalds raðmorðingjarnir mínir Zodiac, Torso killer og Jack the Ripper þar sem þeir náðust aldrei, en það gerir líka svoldið erfitt að teikna upp portrait af þeim

Re: Nett tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mega nice, og svo er þetta Charlie kallinn Manson, besti vinur barnanna sem hann er með þarna á hendinni…mig langar einmitt að gera svona totem-súlu með svölustu raðmorðingjunum upp kálfann eða eitthvað svoleiðis…bara erfitt því það bætast alltaf einhverjir við

Re: Labret

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Passaðu þá að láta gera það á góðri stofu svo það verði ekki skakkt eins og gatið á myndinni

Re: Vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi.

í Deiglan fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hef séð hana. Og þó það hljómi kannski ekki þannig held ég að ég hafi séð helmingi meira efni sem reynir að sannfæra mig um að Al Qaida eða Bin Laden standi á bak við þetta, en ekkert af því hefur verið sannfærandi. Ég trúði jú þeirri útgáfu í upphafi, þar til það fór að vanta alltof mikið af sönnunargögnum, og þegar bandaríska ríkisstjórnin yfirlýsti að þeir vildu ekki rannsaka hver planlaggði og fjármagnaði 9/11 fór þekkta að lykta ansi súrt. Mér finnst mun mikilvægara að finna hver...

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hehehe, trailertrash er cool. En já, málið er að tunguklofningar voru bannaðar með lögum í mörgum fylkjum Bandaríkjanna eftir að ‘æðið greip um sig uppúr ’98. Þar með gátu sterílar og fagmannaðar stofur ekki boðið upp á aðgerðina, né heldur lýtalæknar, og þá fóru modararnir að þróa með sér þessa aðferð. Í upphafi piercuðu þeir tunguna með mörgum götum og létu vírinn svo taka á milli tveggja gata í einu, en fljótlega komst fólk að því að þetta væri auðveld og árángursrík aðferð til að kljúfa,...

Re: Vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi.

í Deiglan fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ekki margir. Í mesta lagi 12 manns. Sennilegast ekki nema 6-7. Þarf mjög fá menn með mjög mikil völd til að hægt sé að leyfa svona hlut að gerast, en samt langt í frá ógerlegt En leikum nú að sú kenning sé ekki rétt, og að samsæriskenningin um að Bin Laden sé á bak við sé rétt, hversu margir þurftu að þegja þar…sú kenning hefur heldur aldrei verið sönnuð, það hefur meira verið gert og rannsakað sem bendir til að sú kenning sé fölsk. Persónulega trúi ég að þetta sé samsæri ráðamanna í meira...

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Takk, þetta er alveg að koma

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það er mismunandi hvað fólk vill og fýlar í lífinu. Það er ekkert flóknara en það. Ég fatta til dæmis engan veginn hvað fær manneskju til að nota meira en 500.000 kr í að kaupa bíl, það er svo ónauðsynlegt og tilgangslaust samkvæmt minni hugsun, en á sama tíma get ég samt sett mig inn í þeirra hugsun og séð að fólk hefur mismunandi ástæður fyrir að vilja eða þurfa óþarflega dýran bíl…og mundi aldrei skipta mér af þeirri ákvörðun þeirra. Ég mundi glaður eyða 500.000 í hinn fullkomna gítar og...

Re: Vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi.

í Deiglan fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég veit að Þetta hljómar auðvitað fáránlega, og jú, múslimar voru notaðir til árásarinnar. Þetta er löng og djúp hola, en ekki ólík þeirri sem þeir gerðu þegar þeir sprendgu WTC áður í 1993. Þar hafði FBI látið útsendara gefa öfgahópum sprengiefni og teikningar af WTC og skipun um að sprengja bílsprengjuna í kjallaranum. Þá árás notuðu þeir til að fá í gegn lagabreytingar sem þeir voru árangurslaust búnir að reyna að keyra í gegnum þingið um árabil. Þetta er búið að sanna og dæma í í rétti í...

RE: We are staring evil in the eye

í Forsíða (gamla) fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Glæsileg grein. Var að hugleiða að skrifa eitthvað um þetta sama, einmitt vegna ‘evil in the eye’ og ‘attacked a sovreign nation’ ræðanna. En já, ólst líka upp við áróður móti Rússlandi alla vegna, en allt sem ég lærði um Rússland var samt bara eins og um önnur lönd, gott og vont, og eins og staðan er í augnablikinu treysti ég Rússlandi meira en USA

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég er ekki enn búinn að ákveða hvort ég skeri það. það var alltaf upprunalega hugmyndin, en eins og er er ég að fýla þetta meira svona en ég bjóst við. Endar nú samt mjög sennilega með að ég geri það. En ég fer ekki að fara í klippingu, það er ekki nema vika síðan ég klippti sjálfan mig…scary að hugsa út í hversu mikil do-it-yourself freak maður er að verða…verð að passa upp á kynlífið maðu

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Jamm, lét gera sceptuminn rétt áður en ég byrjaði á þessu, og trúðu mér, það var miklu verri sársauki í einu að fá hann stunginn heldur en nokkurntíma tounge-splittið, en sceptum sársaukinn gekk yfir á nokkrum augnablikum þá skýtur þessi upp kollinum í hvert sinn sem maður skiptir um vír, hóstar, hnerrar, eða á einhvern hátt strekkir á tungunni. Er svo bara með svona lítinn pinna í sceptuminum dagsdaglega vegna vinnuna

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það er hægt og rólega að læðast inn aðskilda tilfinningin. Hún er mest þegar ég er nýbúinn að setja nýjan vel hertan vír í, og svo dalar hún aðeins eftir sem vírinn skerst inn og slakar þannig á tungunni aftur. En það er alveg komið í broddunum samt, og það er stórkostleg tilfinning. Finn fyrir stórkostlegri árángurstilfinningu, stóru verki er að verða lokið

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
því nú vill tequila loksins kyssa mig En öllu gamni fjarri þá er ég bara með stórt obsession á öllu sem viðkemur líkamsskreytingum, og er með ákveðna hugmynd um heildarverk sem mig langar að sníða úr líkamanum mínum. Þessi tunguklofning er einn lítill hlutur af mörgum sem mynda þessa heild. Annars lít ég á mannslíkamann sem ‘work-in-progress’, sumir velja að kalla hann fullkláraðan eins og þeir fæddust, ég hef valið að vinna úr honum og með hann til að ná fram ákveðnu útliti sem ég heillast meira að.

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
tíhí, en það væri samt frekar mikið ólöglegt, þú verður bara að finna þér kærasta og plata hann til að gera svona

Re: Tie-off Tounge-split dagur 17

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þakka. Ég lét einmitt setja tungulokkinn eins aftarlega og tunguhaftið leyfði til að geta gert splittið í þessari lengd. Var samt skíthræddur um að missa 2-3mm við að það greri saman aftast, gerir það í mörgum tilfellum, líka þegar er skorið. En ég prófaði að fara bara mjög rólega af stað, hreinsa extravel í upphafi og gefa því góðan tíma. Það hefur svo sannarlega borgað sig því það er á mm jafnlangt og í upphafi. Því lengra split því meiri hreyfingu getur maður gert með hvorum broddi, ætti...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok