Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Göt í eyrum.

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
ég áttaði mig alveg á því, þetta átti heldur ekki að vera neitt face eða gagnrýni eða neitt, bara skemmtilegt hliðarspor. Mér finnst líka bara svo magnað að karl sé að fara að fæða barn að ég verð helst að segja það nokkrum sinnum á viku :-p

Re: Göt í eyrum.

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Alltaf gaman að heimagötunum. Til hamingju með nýju götin, vona að þau séu vel gerð og bein. Væri samt að fýla efri 2 lokkana betur ef þetta væru plugs í sömu stærð, hef aldrei verið mikið fyrir þessa pinnalokka með svona klumpum á, en þetta lýtur mjög nett út í eyranu á þé

Re: Göt í eyrum.

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Leiðrétting: Það er í augnablikinu karlmaður í USA sem er kominn 7 mánuði á leið, sá frétt um það fyrir mánuði. Á sömu nótum er önnur vísindastofnun að vinna að því að geta búið til fóstur úr erfðarvísum einnar manneskju án þess að genaskemmdir líkt og í skyldleikaræktun eigi sér stað. Vísindin eru loksins að þurrka þennan umtalaða guð út úr myndinni

Re: Double eyebrow

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Hellow Captain Howdy Fýla geðveikt svona tvöfaldar piercingar, ætla sjálfur að taka tvöfalt snakebite, og þegar ég er búinn að laserfjarlægja augnbrýrnar negli ég piercingum í gegnum línuna í staðinn - metal eyebrows er framtíðin hef ég séð

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Sæl og takk kærlega. Þetta tók 29 daga, þannig ég náði jú ekki að sýna Öllu áður en hún hætti. Vona að hún sé ekki of svekkt. Set myndir inn á morgun sem þið getið skoðað, skilaðu annars kveðju til hennar frá mér. btw, ert þú ekki líka hætt í hagkaup?

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Heyr heyr, ekki það að mig langi í fálkaorðu, finnst hún vera búin að tapa öllu gildi sínu, en möguleikinn á að Dorrit kellinginn freistist í slöngusleik fyrir framan grísinn sinn mundi fá mig til að mæta

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Kærar þakkir Einu verðlaunin sem ég hef þarfnast fyrir þetta er árangurinn jú, en þar sem ég ekki er sport týpan þá þykir mér þetta nú merkari viðburður en að ísland hafi unnið silfur við að keppa á ólympíuleikum í landi sem hefur myrt og kúgað fleiri manns en nokkurntíma nasistaflokkurinn í Þýskalandi náði að gera, en þeir fengu jú líka að halda ÓL, svo af hverju ekki Kína líka

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Takk fyrir og hún er vonandi klár og kominn inn laugardag

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Sælir aftur já, gaman að hafa andlit að setja á sum kommentin hérna. En greinin er vonandi tilbúin hér um helgina, þarf bara að uploada myndunum einhversstaðar til að linka á þær svo þær komi inn í greinina og talvan er að stríða mér eitthvað með að uploada, en kemst í aðra tölvu á morgun eða hinn og þá kemur þetta allt saman

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Takk kærlega, þetta er nýtt og magnað líf

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Takk fyrir, vona að ég geti postað á morgun

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
takk fyri

Re: Tie-off Toung-split

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Umm, jú eiginlega, en ég má ekki ýta undir do-it-yourself dót á huga, umræðan var bönnuð með piercingar á tímabili, sem mér reyndar finnst fásinna, því ef maður ætlar að stinga gat á sig gerir maður það og þá finnst mér betra að maður geti rætt það á opnum vettvangi áður til að minnka áhættuna á mistökum. Mín geirvörtu-piercing sem ég gerði 15 ára klikkaði einmitt vegna þess að ég fann engar upplýsingar og stakk bara, en hún endaði með að sitja skakkt í. Hún óx svo úr geirvörtunni 2 mánuðum...

Re: Foreldravesen

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Ég elska foreldra mína. Mamma fór með mér til úrsmiðsins á torginu að láta skjóta fyrsta gatinu í eyrað þegar ég var ungur, 13-14 ára minnir mig. Þegar ég svo kom heim frá vini mínum nokkrum mánuðum seinna með nýtt gat spurði hún bara hvar ég hefði fengið það. Hún leyfði mér hiklaust að fá nefgat ári seinna, en þá var ég kominn með 4 í hægra og 3 í vinstra eyra, og þegar hún sá geirvörtulokkinn sem ég stakk sjálfur sagði hún ekkert nema að ég ætti að passa mig ef ég væri að þessu sjálfur....

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
það eykst jú með hverju árinu sem líður ;) Lífið er leikur sem maður lærir betur á eftir sem maður lifir lengur.

Re: Börnin mín 3

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mjög nice. Ég lét gata tunguna 2svar til að geta klofið hana, og fyrra gatið var focking slæmt og var á fljótandi í 2 daga á eftir, en þar hafði gatið einmitt rétt farið inn í vöðvann vinstra megin. Tók hann úr og lét gróa og lét svo gata aftur og í seinna skiptið var það rétt, alveg þráðbeint í gegnum himnuna og það var alls ekki slæmt og fann ekki fyrir neinu strax klukkutíma seinna. Annars er þetta voðalega misjafnt milli fólks, en til hamingju með gatið.

Re: The day that never comes - Metallica

í Metall fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Óx upp sem aðdáandi gamla Metallica, back þegar þeir skrifuðu nafnið með eldingum á báðum endum, og það er yndislegt að heyra eitthvað frá þeim sem er í líkingu við þá tónlist. Ég hata ekki Load, en Reload, Garage cd1 og St. Anger voru hver vonbrigðin á fætur öðru fyrir mér. Load inniheldur nokkur lög sem ég fýla…og ég vill frekar að frábær hljómsveit geri 1 slappa tilraunaplötu en að þeir geri sömu plötuna á hverju ári eins og ac/dc t.d. Af nýjum upptökum er ég búinn að heyra Day that never...

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ekki akkúrat þessu, þetta gefur mér meira andlegt kick heldur en kynferðislegt. En er alls ekkert feiminn við að viðurkenna að þegar ég geri do-it-yourself hluti þá geri ég það með stæl, og á það við um do-it-yourself kynlífið líka. Geirvörtuklemmur, bráðið kertavax og svoleiðis dót auka jú magnþrungann í sjálfsfróuninni, en nánari umræða um það á nú sennilega heima á kynlíf 18+…

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Upp að einhverju marki já, en það er ekki þess vegna sem ég er að þessu. Er búinn að vera að móta hvernig ég vill líta út og hvernig ég vill skreyta líkamann minn í u.þ.b. 10 ár, og er núna hægt og rólega að færa það allt saman út í lífið. Sársauki er líka hluti af lífinu, og því betur sem maður þekkir hann, því betur lifir maður með honum. Sársaukaþröskuldurinn manns vex líka með manni, og mér finnst gaman að því að leika með þröskuldinn, finna mörkin og svoleiðis. Næsta skref er...

Re: Tie-off Tounge-split dagur 20

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
er kominn 6 daga yfir meðaltalið - og orðinn ansi óþreyjufullur sjálfur. Á hinn bóginn er fínt að þetta dragist því ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér þegar þetta er búið…annað en að labba um með sólheimaglott yfir góðum árangri. Ég skil reyndar ekki af hverju þessi seinasti millimeter sem er eftir núna slitnar ekki. Er virkilega búinn að nauðga vírnum utan um og herða hann svo mikið að það hvín í allri hauskúpunni. Krossa fingur fyrir að geta sent tilbúna mynd í kvöld.

Re: Mitt fyrsta flúr

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Jey, no. 1. Hvar á kroppinn ætlaðru að fá þér þessa mynd?

Re: Sprauta

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Enn eitt stórkostlegt flúr á þér. Langar rétt að segja til hamingju og er að fýla að þú hefur eitthvað persónulegt á bak við flúrið. Geðveikt flott mynd getur orðið ljótt flúr ef manneskjan fékk sér það ‘af því bara’, flúr eiga að vera spegill inní persónuleika manns finnst mér. Kúdós.

Re: Unglingsstelpur og Myspace

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það eina sem mér finnst fáránlegt er að fólk sé að skipta sér af því hvað aðrir nota myspaceið sitt í. Eða að fólk skipti sér af því yfir höfuð hvað maður notar hluti sem maður á sjálfur í. Persónulega hefur mér alltaf fundist það merki um bælni og vinaleysi ef fólk á fleiri-hundruð vini á netinu, sem það hefur mikið samband við á netinu, en það er ekki mitt að dæma um einstaklinganna samt. Ég er bara gamaldags og vill helst hitta fólk face to face ef ég á annað borð þarf að hitta fólk,...

Re: Brjóstaminnkun

í Heilsa fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Getum við ekki splæst saman, þú færð lækninn til að fjarlægja 1kg brjóst af þér og planta inní mig í staðinn? :-p Annars flott hjá þér að láta verða af þessu og kúdós fyrir að hafa skrifað um það hérna. Endilega láttu vita hvernig gekk þegar þetta er búið, og fyrir/eftir mynd (er ekki að fiska nektarmynd) væri magnað. Veit að Kynlíf og Kynlíf 18+ mundu samþykkja, en þar sem að þetta er planlögð breyting á líkamanum fellur þetta jú einnig undir body-modification á tattoo & götun, og þú mátt...

Re: Brjóstaminnkun

í Heilsa fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Of stór brjóst eru ekki til, trúðu mér, J-stærð er lítið miðað við þau stærstu sem ég hef séð, en hins vegar eru til of litlir líkamar fyrir brjóstin sem hanga á þeim, og það veldur gífurlegum þjáningum fyrir eigandann. Til að J-stærð samsvari sér við líkaman þarf greyið stúlkubarnið að vera langt yfir 2 metrar á hæð og í eðlilegum hlutföllum annars.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok