Það er einn flötur á þessu máli sem ég hef ekki séð koma fram. Dekkin. Það var alveg greinilegt að Michelindekkin voru mun betri fyrstu hringi keppninar, þó svo að það breyttist svo þegar leið á. Því má alveg segja, án þess að ljúga á neinn eða ásaka óafsakanlega, eftirfarandi; Grip dekkja hjá Barricello réði ekki við þann hraða sem Ralf hefði haldið í gegnum beygjuna og má því álykta að bremsupunkturinn hjá Ralf hafi verið seinna en hjá Barricello. Ef hægt er að segja að Ralf hafi bremsað...