Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ferðin sem sýndi framtíðina mína!

í Djammið fyrir 18 árum, 2 mánuðum

Re: Leiðinlegt í skólanum?

í Skóli fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mér finnst alveg jafn ömurlegt að þurfa að vakna kl.6 á morgnanna til þess að bera út, mæta í skólann kl.7 og vera þar til 3, stundum lengur. Fara svo beint heima að læra eða á bókasafnið, því næst beint á kóræfingu eða fótboltaæfingu, eftir því hvaða dagur það er. Koma svo drulluþreytt heim til þess eins að klára restina af heimavinnunni sem er aldrei af skornum skammti. Svo hefur maður aldrei tíma til að hitta vinina og mjög rýran tíma fyrir kærasta og fjölskyldu. Svo ég tali nú ekki um...

Re: komin með hræðilega háan skala

í Rómantík fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Feis! Ég er búin að finna draumaprinsinn minn, hann er allt þetta og meira til einfaldlega vegna þess að við höfum ólíkan smekken aníwhú! Good luck, þeir koma sko ekki á færiböndum, en sumar eru heppnar.

Re: Hvernig myndir þú

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ef ég væri, eins og ég gerði ráð fyrir, hæfilega grannur og í góðu formi þá myndi ég ganga í: Einhverjum flottum flauelsbuxum, brúnum eða grænum. Skyrtu og svo þunnri peysu yfir með tíglamynstri eða bara einlitri, sem væri best. Skórnir væru eitthvað í líkingu við það sem þið sjáið Dressmann-strákana ganga í. Já, svona myndi ég vilja vera, væri ég strákur :)

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Já, ég skil líka meiningu þína. Að sumt fólk skuli meta líf annara meira en líf fólks sem kannski stendur því fjær. Það er auðvitað ekki ræðandi við svoleiðis fólk en sem betur fer eru ekkert allt of margir svoleiðis, alla vega hefur mér fundist það. En ég vildi bara hafa afstöðu mína á tæru, nothing else.

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þú ert að mistúlka mig og eiginlega leggja mér orð í munn. Ég sagði aldrei að ég vægi líf annarra meira en hinna og þú ert ansi kræfur að láta líta svo út. Það sem ég talaði um var einfaldlega það að hryðjuhverkin í Bandaríkjunum er umtalsverðari og meira áberandi fyrir fólk á Versturlöndum vegna þess einfaldlega að þau standa okkur nær. Ég sagði aldrei að það sem væri minna talað um, hryðjuverk í fjarlægari löndum, væri eitthvað sem við legðum ekki á okkur að fylgjast með eða að við værum...

Re: Hjálmar

í Mótorhjól fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Já, og ekki nota of þröngan lokaðan hjálm, það leiðir ekki gott af sér ef maður fær högg á höfuðið.

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er ekkert hægt að réttlæta það og væri ég örugglega síðasta manneskjan til þess að gera slíkt. Þú þyrftir ekki að dæma eða álykta það þó svo þú haldir að ég sé ekki jafnsamúðarfull og þú segist vera. Það að “Bandaríkin” drepi fullt af saklausu fólki kemur því nákvæmlega ekkert við þegar mörg þúsund manns eru drepnir á einu bretti, saklaust fólk sem hefnd eða hvað það er. Það gildir ekkert hér sem heitir auga fyrir auga, það réttlætir ekkert morð, eða “varnir” í nafni þjóðar eins og þetta...

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
En já, það er eitthvað sem segir að við eigum að vera jafnsamúðarfull. Það kallast siðferði. Nei, siðferði er ekki að vera jafnsamúðarfullur. Ef það fellst í einhverju samúð þá skitir ekki máli hversu viðamikil hún er, því hún er einfaldlega til staðar. Ef hún væri það ekki þá fyrst gætirðu sagt að það væri ekki siðferði.

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Er eitthvað sem segir að Vesturlandabúar eigi að vera jafnsamúðarfullir í garð annarra fjarlægra landa og heimsálfa þar sem hörmungar eiga sér stað. Það er rétt að álykta að þegar hryðjuverk hafa meiri áhrif á okkar daglega líf að við veitum því meiri athygli og tökum það nær okkur.

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er ekki eins og Bandaríkin hafi verið alsaklaus. Og á það að einhverju leiti að réttlæta það að þúsundir manna deyji í hryðjuverkaárás? Hlutlausir íbúar Bandaríkjanna.

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég hef sjaldan heyrt nokkra manneskju halda því fram að þetta sé mesta hörmung mannkynsins, finnst þú ýkja aðeins en hey, ef það er þín upplifun þá er ekkert um að ræða þar. Þú gerir þér kannski grein fyrir því en önnur Evrópulönd og Ameríka eru náskyldari okkur í nánast öllu, heldur en fólk í Ísrael, Líbanon etc. Það er alveg örugglega ástæðan fyrir því þér finnst meira vera gert úr hryðjuverkum á okkar slóðum fremur en fjarlægari slóðum. Hryðjuverkin 11. september voru fjöldamorð í mjög...

Re: 11sept "ofmetinn"

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég veit nú ekki hvernig þú þykist geta ákveðið að þetta sé ekki það versta sem komið hefur fyrir í mörg ár. Það væri skár ef þú tækir eitthvað dæmi sem hliðstæðu og rökstyddir aðeins meiningu þína.

Re: Martin Bayfield

í Harry Potter fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er nú bara verið að undirbúa leikarann undir einhverja töku.

Re: Mín hljóðfærasaga

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ehhe ég hugsa að þú sért ágætur gítarleikari en hérna, …söngurinn ja, mér finnst þú hefðir alveg mótt sleppa honum, no offense =)

Re: til stelpnanna?

í Rómantík fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Já, kannski ég veit ekki en ég var bara að benda á eins og þú sagðir líka flestar stelpur eru ekki það slæmar í sér að þær myndu gera grín að þessu, bara flissa yfir því hvað þetta væri krúttlegt eða eitthvað =)

Re: til stelpnanna?

í Rómantík fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Veistu, ég held nú að flestar stelpur myndi flissa ef þær fengju svona miða. Alveg örugglega ekki fyrir framan strákinn þegar hann sendir stelpunni miðann, en í laumi kannski og þá ekki endilega vegna þess að þeim finnst hann asnalegur, bara einfaldlega vegna þess að stelpunni gæti þótt þetta fyndið eða krúttlegt. Og svo eru líka margar stelpur sem deila öllu sín á milli og þær gætu þess vegna hlegið saman, þó svo það væri ekki illa meint gagnvart strákgreyinu.

Re: Símaskráin selur tölvupóstföng

í Netið fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ef þetta reynist satt þá er þetta mjög langt gengið og skammarlegt.

Re: J.K. Rowling um Voldemort

í Harry Potter fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég var nú aðallega að þræta fyrir það að þetta væri ekki bara “barnabók”, eins og ég segi það er mjög víður aldursflokkur sem að les þessar bækur og mér fannst rangt að hann héldi því fram að þær væru barnabækur, barnalegar og einungis það. En jú ég er sammála því að þessi bók geti ekki flokkast sem neitt, eitt.

Re: Bestu kattspyrnu mennirnir

í Knattspyrna fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er ekki endilega samasem merki á milli gleði og bross hjá öllum. Sjálf get ég verið himinlifandi eða bara glöð en ég brosi voða sjaldan. Mér líkar hvernig Henry er og mér finnst það vera vitleysa að draga úr áliti sínu á honum þó svo hann brosi ekki allt of mikið.

Re: Adolf Hitler

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Stutt en greinargott hjá þér, skemmtileg lesning.

Re: indie and YouTube, F*ck yeah.... Playlisti haukurbauks 1#

í Músík almennt fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þú skrifar nú meira eins og þú sért af erlendu bergi brotinn fremur en með lesblindu. Sbr. Beygingarnar í orðunum hjá þér.

Re: Tölvuleikir=Klikk!

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þeirra sem eru veikir fyrir til dæmis, þessi rök þín voru heldur ekki upp á marga fiska, síðan hvenær hefur verið gerð rannsókn um hækkandi/lækkandi glæpatíðni í samhengi við útgáfu Playstation. Og hver var að tala um glæpi í þessu samhengi? Gallabuxur yllu geðklofa. Það var engin að halda þessu fram með tölvuleiki, ekki það að allir þeir sem spila tölvuleiki munu verða veruleikafirrtir eða “geðklofar”. Það er sérstaklega verið að tala um þá sem eru veikir fyrir og einnig auðmótanlegt fólk á...

Re: Tölvuleikir=Klikk!

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Og hvers vegna var það sem honum langaði að prófa að drepa mann? Það myndi engin heilbrigð manneskja láta sér detta í hug að framkvæma. Svo það er annað hvort meðfædd geðveiki eða veruleikafirrun… og af völdum einhvers býst ég við, svo það gætu allt eins verið tölvuleikir. Það er vita gagnslaust að bera í bætifláka fyrir tölvuleiki þó svo að það séu kannski ekki margir af þeim sem spila tölvuleiki sem enda á því að blekkja sjálfa sig, taka leikinn of alvarlega og gera eitthvað vitlaust. Því...

Re: Tölvuleikir=Klikk!

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mikið rétt, en þeir ýta undir afbrigðilega hegðun, barna og unglinga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok