Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bannað að kyssast i Sundlaugum

í Rómantík fyrir 18 árum
Er ekki í lagi með hausinn á þér? Heldurðu virkilega að ástfangið par fari út á almannafæri og kyssist til þess eins að sýna sig. Ef það eru þínar hugmyndir þá er það víst að það er eitthvað sem að þú hefur greinilega reynslu í. Ástfangið fólk kyssist ekki fyrir aðra, ástfangið fólk kyssir ekki maka sinn til þess að sýna öðrum hvað það er ástfangið. Ég hefði nú ímyndað mér að það kysstist af einlægni og áhuga en ekki af sýndarmennsku. hvernig væri að virða fólkið í kringum sig og hemja sig...

Re: Aldursmunur

í Rómantík fyrir 18 árum
Þú verður að úskýra hvað það er sem þér finnst svona kjánalegt. Hvað er það sem ætti að hamla fólk í því að vera saman þó svo það séu mörg ár á milli. Þá á ég auðvitað við pör innan velsæmismarka. 14 ára er barn og 25 ára fullorðinn þess vegna er það fáránlegt dæmi að taka og ekki umræðuvert.

Re: Vara við neyslu á áfengi...

í Deiglan fyrir 18 árum
Fólk hefur hins vegar ekki rétt til þess að geta kannski orðið að þessum dragbítum á samfélaginu einfaldlega vegna þess að við erum samfélagsheild og hinir og þessir prelátar og potintátar hafa ekki rétt til þess að stuðla að niðurbroti þess, þá með áhættuhegðun sem hefur bein áhrif á marga þætti þjóðfélagsins og þegna þess. Þess vegna hefur ríkisstjórnin og stjórnendur þessa lands frjálsar hendur í takmörkunum hvað varðar þessi hluti.

Re: Vara við neyslu á áfengi...

í Deiglan fyrir 18 árum
Fyrirgefðu en ég held ég verði að benda þér á það að bakverkir og bakmeiðsli hafa aldrei nokkurn tíma drepið nokkra manneskju af augljósum ástæðum. Og fullyrðingin var einmitt sú að íþróttir væru hættulegri vegna þess að þær stuðluðu að fleiri dauðsföllum sem ég á bágt með að trúa enda stuðla akstursíþróttir og box sérstaklega ekki að miklu hreysti, svona út af fyrir sig þó svo að þetta séu að sjálfsögðu íþróttir. Hversu hollar og ekki íþróttir eru þarft þú ekkert að segja mér um, mig grunar...

Re: Vara við neyslu á áfengi...

í Deiglan fyrir 18 árum
Þú og þitt réttlæti, það er ekki bara endalaust hægt að heimta að fá frelsi í öllum athöfnum vegna þess að þú hefur stjórn á þeim, það gera það ekki allir og á meðan staðan er þannig þá breyta skoðanir þínar og tilfinningar nákvæmlega engu, engu.

Re: Vara við neyslu á áfengi...

í Deiglan fyrir 18 árum
Bíddu bíddu, þetta hef ég aldrei heyrt áður. Íþróttir stuðla að hreysti, heilbrigði og heilbrigðu líferni og ég skil ekki hvernig menn fá það út að írþóttir drepi fleiri en fíkniefni og áfengi. Hvernig stenst það? Þú segir á heimsvísu, ætli það sé ekki verið að taka með í reikninginn alls kyns vitleysu sem margir myndu aldrei kalla íþrótt. Eins og t.d. þar sem spánverjar hlaupa að gamni sínu með nautahjörð á eftir sér. Það er hættulegt og veldur auðveldlega dauðaslysum.

Re: 30 ástæður fyrir því að súkkulaði sé betra en kynlíf

í Matargerð fyrir 18 árum
Hihi ég veit það er hægt að borða súkkulað í hófi þetta var bara smá súkkuláð. Á kannski eftir að prufa þetta tvennt saman, fyrst þú gefur þessu svona góð meðmæli.

Re: 30 ástæður fyrir því að súkkulaði sé betra en kynlíf

í Matargerð fyrir 18 árum
Súkkulaði hvað? Ég hef bara aldrei kunnað að meta súkkulaði, hvað þá bera það saman við kynlíf… Svei, segi ég svei. Súkkulaði er fyrir fitabollur.

Re: Engan skatt eftir 40 tíma á viku.

í Fjármál og viðskipti fyrir 18 árum
Alls ekki slæmt nei. Bætt við 9. nóvember 2006 - 21:14 Væri gaman að vita við hvað hann starfar sem borgar svona vel =)

Re: Engan skatt eftir 40 tíma á viku.

í Fjármál og viðskipti fyrir 18 árum
200 hundruð þúsund.. Dálítil summa þar á ferð, borgarðu virkilega svona mikið bara í skatta, mánaðarlega?

Re: Fordómar vegna nauðgana

í Deiglan fyrir 18 árum
Það er að sjálfsögðu mjög undarlegt að gagnrýna alla innflytjendur vegna brota sem hluti af þeim fremur, en það þýðir ekki að það megi ekki fjalla um og gagnrýna þennan hluta sem hefur framið brotin.

Re: Lífið er yndislegt?

í Smásögur fyrir 18 árum
Ef þetta er saga þá er hún dæmalaus en vel skrifuð en ef þetta er raunveruleiki þinn þá finnst mér að þú ættir að póstleggja þetta strax beint til Barnaverndanefndar, með heimilisfanginu þínu og ósk um hjálp.

Re: Frumvarp að breytingu laga 50/1987

í Bílar fyrir 18 árum
Það er barnaleg hugsun að hugsa sem svo að ríkistjórnin sé á móti ungmennum, það þarf einfaldlega að hafa hömlur á þessum sérstaka aldurshópi vegna þess að það er brýnt og nauðsynlegt. Hvernig er farið að því má svo deila um.

Re: Skondin pæling hvað varðar BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Enda eru nauðgarar ekki eðlilegt fólk svo það mætti búast við afbrigðilegri hegðun af þeirra hálfu svo sem nauðgunum.

Re: Skondin pæling hvað varðar BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Af tvennu ólöglegu: 1. Kaupa vændi 2. Nauðga Hvort heldurðu að sé líklegra að menn nýti sér? Þeir sem þjást af geðveilu myndu hiklaust velja kost nr.2 enda eru nauðgarar ekki venjulegar manneskjur. Hinn venjulegi karlmaður er ekki nauðgari og það er mjög ósmekklegt af þér að láta það líta þannig út. Menn geta verið graðir án þess að þurfa að nauðga vegna þess að vændi er ólöglegt…

Re: **Ástfangin**

í Rómantík fyrir 18 árum
Sammála

Re: Eitt sinn í strætó...

í Metall fyrir 18 árum
AAAAHAHAHAHHAHAHAHA ….. HAHAHHAHAH!

Re: Uppáhalds barnamyndin ykkar?

í Kvikmyndir fyrir 18 árum
Nemo litli! Það var sko myndin mín og já, ég er líka ennþá hrædd við þetta skuggaskrímsli.

Re: Ron og Hermione?

í Harry Potter fyrir 18 árum, 1 mánuði
Harry Hermione er bara svo úr myndinni einhvern veginn. Það hefur svo oft komið fram hversu miklir vinir þau eru og hvað vinasambandið er sterkt á milli þeirra, auk þess væri það fremur asnalegt að eyðileggja það vinasamband með einhverju sambandi. Eins og aðrir karakterar gætu ekki verið inni í myndinni, Hermione er ekki eini kvenkosturinn sem Harry umgengst. Persónulega yrði ég mjög vonsvikin ef Rowling dytti í hug að pússa þeim saman, en mér finnst það líka afar ólíklegt. Hermione og Ron...

Re: Nauðganir

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já, ég skil. Svona tilfelli þar sem stelpur vilja ekki sofa hjá en láta undir þrýstingi og þora kannski ekkert að segja og líður eftir á eins og það hafi verið að nota þær. Það er slæmt og spursmál hvort það sé hægt að kalla það nauðgun. Það er auðvitað til eitthvað sem heitir lost og getur hindrað fólk í að tjá sig eins og það vill en þá á hinn aðilinn að sjá að sér, að sjálfsögðu. Hvorki kvenmenn né karlmenn eiga að beita þrýstingi í svona málum.

Re: Nauðganir

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Eina ‘afsökunin’ fyrir nauðgun að mínu mati er ef stelpan gefur ENGIN merki um að hún vilji þetta ekki, þá meina ég segir ekkert og virðist vera allt í lagi með hana. Ef hún gefur engin merki um að hún vilji ekki hafa samfarir þá er það ekki nauðgun. Það er hins vegar allt annar handleggur ef fórnarlambið hefur verið slegið í rot, dáið áfengisdauða eða ef það hefur verið eitrað fyrir því svo það gerir sér ekki grein fyrir aðstæðum, þá má gera ráð fyrir því að engum andmælum væri hreyft af...

Re: Karlhatur og Misrétti

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hefði nú haldið að þú gerðir þér grein fyrir því að þetta væri innsláttarvilla.

Re: Karlhatur og Misrétti

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er alveg sammála þér en mér er ekki hlátur í hug, það fer bara í taugarnar á mér að þetta skuli vera til staðar og finnst ljótt að horfa upp á hvernig umræðan verður stundum á milli kynja. Hreint út sagt ógeðsleg bara og ber vott um mikla vanvirðingu gagnvart hinu gagnstæða kyni. Ég ætla nú ekki að leika einhvern siðapostula hérna en fyrir mér er þetta allt saman svo kjánalegt eitthvað. Ég segi nú ekki að ég hafi farið varhluta af henni en maður reynir að halda sig á mottunni.

Re: Karlhatur og Misrétti

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já, þetta er allt svo óskaplega fyndið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok