Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

MrGoodman
MrGoodman Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
586 stig
Góðar stundir.

Re: Exploiting

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég væri til í fá að vita hvaða staðir þetta eru (án þess þó endilega að sjá hvernig maður kemst þangað). Ég fékk lítið úr þessu myndbandi sjálfur þar sem ég var bara að horfa á einhver gaur hlaupa um á stöðum sem ég þekki ekki endilega. Fróðlegt engu að síður. Hlakka til að sjá heildarmyndbandið.

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Mig grunar að þetta sé einfaldlega spurning um á hvaða server menn eru að spila á. Finnst verst að þeir sem eru í lagg vandræðum skuli ekki taka fram hvar þeir séu að spila, því ég væri alveg til í að athuga hvort ég sé að lagga á þeim serverum líka.

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er hjá símanum og hef bara lent í vandræðum á einum af þeim serverum sem ég hef spilað á og það var ekki símanum að kenna. Ég veit til þess að upp hefur komið lagg vandamál áður hjá notendum símans sem mér skilst að hafi verið hjá Telia, ekki símanum. Af hverju ætti það að vera öðruvísi núna? Ég er líka nokkuð viss um að ef þetta væri símanum að kenna væru allir notendur að lenda í þessu, ekki bara sumir. Af hverju ætti annars sumir notendur að lenda í þessu en ekki allir? Ég tengist...

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það eru náttúrulega ekki allir að spila á sama server. Mér finnst sennilegast að þeir notendur símans sem eru að lenda í þessu séu bara á öðrum serverum en þeir sem eru ekki að lenda í þessu. Annars held ég að netfyrirtækin á íslandi séu með mismundandi samninga er varða routing til landsins og því gæti legið vandamál einhversstaðar á leiðinni frá Telia og til Símans (og þá er vandamálið samt sem áður Telia-meginn). Bætt við 18. október 2006 - 21:09 Annars er ég forvitinn að vita hvernig...

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
TeliaSonera er MJÖG stórt samskiptafyrirtæki sem eru með útibú á flestum norðurlöndunum, sem og víðar í evrópu. Fyrirtækið varð til við samrunna finnsku og sænku fyrirtækjana Telia og Sonera. Fyrirtækið sér um að vista flesta, ef ekki alla, server'a Blizzard í evrópu (já battle.net líka).

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
þetta var svona fyrir allnokkrusíðann líka og stóð í 2 mánuði þangað til þeir ösnuðust til að laga það og viðurkenna að þetta hafi verið þeirra proplem. Ég man eftir þessu vandamáli sem þú ert að tala um og man ekki betur en að það hafi komið í ljós að vandamálið hafi legið hjá Telia. Geturu annars bent mér á hvar ég get lesið að þetta hafi verið símanum að kenna?

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég hafði einmitt grunað það í ljósi þess að ég spila á tveim serverum (trollbane og tarren mill) og lagga á hvorugum. Ég var hinsvegar á server (venture co) sem laggaði svo mikið að ég flutti mig annað.

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Og rökin fyrir því að sumir hjá símanum lenda í þessu en aðrir ekki og þess vegna sé þetta símanum að kenna eru?

Re: Siminn.

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hvernig má það vera að þetta sé símanum að kenna ef sumir lendi í þessu en ekki allir? Hvernig má það vera að þetta sé símanum að kenna fyrst það eru einhver 200mb ónotuð af útlandatengingu símans (sjá hér)? Ég bara spyr.

Re: Breyting popptónlistar til hins verra?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þú hlítur að vita það fyrst þetta er ekkert mál, ekki satt? Annars þarftu ekkert að vera að því. Það að laglína sé einföld gefur ekki til kynna að tónlistarmaður sé lélegur. Ég sé allavega engin rök fyrir því.

Re: Breyting popptónlistar til hins verra?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Put your money where the mouth is. Auðvelt að fullyrða svona, ég vill sjá þig sanna þetta.

Re: Breyting popptónlistar til hins verra?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Nei, ég er ekki að segja það. Það er vel hægt að rækta hæfileika með reynslu og menntun. Það breytir því samt ekki að krakki getur vel samið grípandi laglínu ef hæfileikarnir eru fyrir hendi. Timberlake semur ekki bara texta, hann kemur að lagasmíðum líka (þ.e. semur laglínur).

Re: Breyting popptónlistar til hins verra?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Nei. 5 ára krakki getur ekki samið texta um sambandsslit, því 5 ára krakki getur ekki hafa upplifað þau. Einnig getur 5 ára krakki ekki samið um poppstjörnulíferni, ég veit allavega ekki um 5 ára barn sem hefur upplifað þann heim frá sama sjónarhorni og Justin Timberlake. Ef þú ert að meina laglínurnar er alveg séns á að 5 ára krakki gæti samið slíkt. Það kemur málinu bara ekkert við, vegna þess að aldur hefur ekkert með tónlistarhæfileika að gera.

Re: Breyting popptónlistar til hins verra?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
þeir semja tónlistina, ekki Justin Þetta er ekki rétt. Justin Timberlake er amk meðhöfundur í hverju einasta lagi á Justified og öllum lögum á nýju breiðskífunni nema tveim. Einnig má geta þess að hann samdi líka slatta þegar hann var í 'Nsync (gott dæmi er lagið Pop, sem svo Brian nokkur Transeau útfærði, eftir að Justin sjálfur hafði samband við hann og bað hann að vinna með sér).

Re: LagG?

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég spila bæði á Trollbane og Tarren Mill og lagga á hvorugum staðnum. Ég var á The Venture Co og þar laggaði ég oft, dagleg stór lagspikes (sem var servernum að kenna). Ég er hjá símanum og er mjög sáttur þar.

Re: destiny calls questið

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Nei, taka úr vösunum á meðan hann er lifandi. Pickpocket = stela úr vasa Loot = að týna upp eftir að mob er dautt

Re: benny benassi

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
Mér líkar ekki tónlistin hans.

Re: Hjálp.. ipod lagið og annað.

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
iPod lagið er Technologic með hljómsveitinni Daft Punk.

Re: Kraftwerk Hljálp

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
www.discogs.com www.allmusic.com og svo má alltaf treysta á www.google.com

Re: Lög.

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
Skítkast er ekki orð sem má setja í fleirtölu, sjá uppflettingu í orðabók háskólans

Re: Ófrumlegir Íslendingar

í Sjónvarpsefni fyrir 18 árum, 1 mánuði
Einn, Tveir og ELDA er byggður á enska þættinum Ready, Steady, Cook! sem sýndur hefur verið á BBC (og þá helst BBC Food) í mörg ár. Sammála greininni. Skemmtileg lesning.

Re: Techno trommur

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
RTFM… það klikkar seint. :P Annars er eflaust hægt að finna eitthvað á YouTube eða Google Video.

Re: Techno trommur

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
Reason

Re: PZ laugardag

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þetta verður hressandi, hlakka til að heyra syrpuna man!

Re: Trivia 1!

í Íslensk Tónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
“Hvað heitir fyrsti diskur Bjarkar og hvenær kom hann út? -> Hét bara einfaldlega Björk og kom út 1977” Ég er nokkuð viss um að þessi fyrsta sólóplata hennar hafi eingöngu komið út á vínyl og kassettu þegar hún kom út og ekki verið gefin út á geisladisk fyrr en eftir að Debut kom út. Því mundi ég segja að fyrsti diskur hennar hafi verið Debut. Þetta er samt klárlega hennar fyrsta breiðskífa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok