Mér finnst það eintóm frekja, þessi hugsunarháttur eins og þú segir, á ég ekki að hafa neinn valkost ? Hvernig er það frekja að vilja annan kost en áfengi? Ég skil ekki hvernig það er frekja að vilja kost sem er ekkert verri en áfengi, jafnvel skárri ef litið er á langtímaofneyslu. Finnst það annars engin hræsni að vilja ekki banna áfengi en vilja á sama tíma ekki afglæpun kannabis með rökunum að það sé bara aumingjaskapur að geta ekki lifað án þess?