Ég er fegin að hafa lært dönsku. Nú get ég líka bjargað mér í norsku, ég á nokkra mjög góða vini í Noregi. Ég vinn á veitingastað, ég nota dönskuna þar, það eru margir túristar sem koma til okkar. Líka norskir og sænskir túristar, ég get þá bjargað mér. Mjög mikið af norðurlandabúum, sérstaklega eldra fólki, sem annað hvort kann ekki, eða þorir ekki að nota ensku. Ég tala líka þýsku, en ég hef notað dönskuna (eða semsagt norðurlandamál) miklu miklu meira. Samt hef ég aldrei farið til norðurlanda.