Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: panta á netinu

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jájá þeir senda þetta alveg heim að dyrum. Þetta er rosalega fín verslun og þeir eru með svakalega fína þjónustu. Fékk einu sinni gallaðan lokk og sendi þeim tölvupóst um það og þeir sendu mér strax nýjan. Það finnst mér rosalega flott. Mæli með þeim:)

Re: panta á netinu

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þú hlýtur að fara að fá þetta:)

Re: panta á netinu

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég hef pantað frá þeim nokkrum sinnum og alltaf fengið á réttum tíma - veit ekki afhverju þú ert að fá seint:S Þeir hafa alltaf sent mér dótið mitt bara í umslagi, ekki í pakka, til að maður borgi ekki toll;)

Re: Kjóllinn minn.

í Tíska & útlit fyrir 17 árum
Úúúúúú geggjaður:)

Re: Samfelluskyrtur?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum
Til í Vero Moda og Vila..

Re: sleve's

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
Engin þörf á að lita polonesian, þetta er mjög flott svona:)

Re: Mitt fyrsta Session....

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Verð bara að segja þér (afþví þú tókst dæmi um bankastarfsmann) að það er stelpa sem er gjalkeri í Landsbankanum í Hamraborg sem er með tattú á framhandlegg og mig minnir líka á handarbökum :)

Re: Útlit og fordómar

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Skemmtilegar pælingar hjá þér. Mér finnst einmitt soldið merkilegt með þessa 2 hópa, þeir skiptast oftast líka í tvennt innbyrðis. Það eru t.d. þeir sem eru fallegir og vita allt of vel af því og nýta sér það. Þeir líta niður á aðra afþví hinir eru ekki eins fallegir og eru af þessum ástæðum hreint og beint leiðinlegir. Mín reynsla hefur sýnt mér það að þessir einstaklingar hætta mjög fljótt að vera fallegir og maður hættir að sjá hvað aðrir sjá við þá. Svo eru það hinir fallegu sem eru með...

Re: Ráðstefnan

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég kíkti á sunnudeginum og mér fannst staðurinn alls ekki nógu góður, allt of þröngt og ALLT of heitt :S Samt mjög gaman að sjá svona færa listamenn vinna:)

Re: Götun ungbarna

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég fékk sjálf göt áður en ég varð 3ja ára og finnst það bara allt í lagi, mamma segir að ég hafi beðið um þau og ég fékk aldrei sýkingar. Fullt af stelpum undir 3 ára aldri langar í göt í eyrun, ég er að vinna með þessum aldri og það eru þó nokkrar komnar með og gætu ekki verið ánægðari:) Mér finnst allt annað mál að gata börn sem eru nokkra mánaða, þar sem þau hafa enga skoðun á þessu, en þegar börn eru orðin 2 ára geta þau sagt hvað þau vilja og mér finnst bara allt í lagi að leyfa þeim að...

Re: staður..kostir og gallar

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þó nokkrar vinkonur mínar hafa lent í því að þeim hafi verið neitað um mænudeyfingu vegna þess að þær eru með tattú á mjóbakinu.. og svo er líka mjög algeng að slit myndist á þessu svæði þegar konur eru óléttar.. og það er ekki mjög fallegt að vera með teygt og slitið flúr.. :( Held það sé mjög þægilegt að vera með á bak við eyrað upp á það að gera að maður getur falið það eða sýnt án mikilla vandræða. Kostur við herðablaðið er að það krumpast minnst af öllum stöðum líkamans þegar maður...

Re: Ég elska þig

í Rómantík fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þetta mjög góðar pælingar hjá þér, og hef oft velt þessu fyrir mér sjálf. Það er orðið svo mikið um það að fólk skelli þessum orðum bara framan í “hvern sem er” án þess að gera sér almennilega grein fyrir merkingunni sem er á bak við þau, því hún er jú mjög mikil. Ég man t.d. þegar ég var 16 ára og byrjaði með kunningja mínum (við höfðum þekkst í 2 vikur) sagði hann við mig að hann elskaði mig. Mér fannst það frekar fáránlegt þar sem við þekktumst varla! Svo þegar ég byrjaði með...

Re: tattoo sem ég er mikið að spá í

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Nákvæmlega.. you go girl;)

Re: tattoo sem ég er mikið að spá í

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Finnst þetta mjög sætt, Tinkerbell er alltaf algjört æði:) Ekkert hlusta á þau sem segja að þetta sé barnalegt, þau eru bara ekki orðin nógu þroskuð til að fatta að teiknimyndir eru ekki bara fyrir börn;)

Re: á öxlina?

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég fékk mér síðasta sumar á herðablaðið og var búin að udirbúa mig þvílíkt fyrir mikinn sársauka - en svo var það bara eiginlega ekkert vont:) Soldið óþæginlegt, ég segi það ekki, en alls ekki vont.. gangi þér vel:)

Re: Dautt fóstur eftir Nick Baxter

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Vel gert en mér finnst þetta mjög ógeðslegt!

Re: Session 1 hjá Búra

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þetta er rosalega töff.. hlakka til að sjá hvernig þetta verður þegar það er tilbúið:)

Re: Freknur

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það er ekkert hægt að gera til að fá ekki freknur, alveg eins og það er ekkert hægt að gera til að fá freknur. Annaðhvort ertu með freknu-húð eða ekki;) Þú gætir náttúrulega sett frekar á þig brúnkukrem heldur en að fara í ljós, færð ekki freknur af því.. Annars held ég nú að flestum finnist freknur á nefinu krúttlegar, nema þeim sem eru með þær;)

Re: Slagsmál í allri sinni dýrð, við hverja á að sakast?

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að mér finnst gæta ákveðinna fordóma frá þér í garð Garðbæinga. Ég er nú sjálf úr Kópavoginum en þekki nokkuð marga sem búa í Garðabæ - segjum svona ca. 25 manns. Þar af er aðeins einn strákur sem hefur eitthvað gaman af því að slást. Hann er nú að eldast aðeins upp úr því en þegar hann var upp á sitt “besta” var hann alltaf einn - ekki með e-ð lið á bak við sig. Ég er alveg viss um það að það eru ekki fleiri slagsmálahundar í Garðabæ heldur en annars...

Re: Skartgripir og bolir

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Getur fengið skartgripina í Kiss.. mikið úrval þar!

Re: Hreinlæti

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Halosan virkar rosalega vel, enga stund að gróa:)

Re: Könnunin.

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Strákar voru þeir fyrstu til að vera með gat í naflanum, alveg eins og þeir voru fyrstir til að ganga í þröngum buxum og Buffalo skóm..

Re: Könnunin.

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Heyrðu ég þekki einn sem er með í naflanum! Annars, svona til smá fróðleiks, byrjuðu naflagöt hjá karlmönnum - alveg eins og þröngar buxur og Buffalo skór:)

Re: Enn ein spurning!!

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég hugsa nú að á flestum stofum þurfiru að panta tíma.. ég hef að vísu aldrei fengið mér tattú að vetri til en á sumrin er alveg dágóður biðtími. Skilst samt að það sé minna að gera á veturna. Þeir laga að sjálfsögðu til línur og svona á myndinni sem þú ert með og þið útfærið hana eitthvað saman þangað til þú ert ánægður með hana. Svo er örugglega misjafnt hvort þeim nægir að hringja í foreldra eða hvort þeir vilja skriflegt leyfi frá þeim af því þú ert utan af landi.. eiginlega best að...

Re: Hjálp Alveg lost

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Vero Moda eru alltaf með klassísk snið með nýjustu tískunni:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok