Þetta skiptir ekki það miklu máli. Í flest fög í háskóla þarf maður bara að vera með stúdentspróf - skiptir ekki af hvaða braut. Ég er sjálf í sálfræði í HÍ og útskrifuð af félagsfræðibraut. Ég tók hins vegar meiri stærðfræði heldur en þarf á brautinni, vegna þess að í sálfræði er mikil tölfræði. Mæli með því að þú gerir það líka ef þú getur. Ef þú ætlar í lögfræði getur þú líka auðveldlega verið á félagsfræðibrautinni. Gerðu það sem þig langar, ekki það sem mamma þín vill....