Lakers meistar…. íhugum þetta aðeins. Unnu seinustu þrjú árin, rétt slógu Kings út í fyrra. Nú er keppnin orðin harðari, nú getur maður í alvörunni farið að taka Dallas, Kings, og Minnesota sem raunhæfa meistaralið, ekki bara Lakers. Lakers byrja illa tímabilið án Shaq, en ná svo að rífa sig upp seinna meir. Nú eru þeir í báráttu um 7-8-9 sætið í Vesturströndinni. Sem þýðir aðeins eitt, ekki heimavallarréttur. Þó svo að Lakers séu sterkir, þá eru þeir ekki ósigrandi. Þeir geta alveg tapað...