Það má heldur ekki gleyma að það er fólk í Bandaríkjunum sem öskrar mótmæli sín yfir þessum kosningum, fólk sem vill ekkert hafa Bush þarna, fólk sem hugsar um annað en eigin hagsmuni og fjárhag. Það fólk virðist því miður vera í minnihluta, samkvæmt niðurstöðum kosninganna, en það er sífellt að aukast. Það er næsta kynslóð bandaríkjamanna sem mun ákvarða framtíð þessa heimsveldis og þessi kynslóð hallast frekar til vinstri heldur en repúblikanar. Þannig að vonandi er framtíðin björt.