Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Merkur
Merkur Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
438 stig

Re: Smá spurning um

í Hundar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hmmm… það er athyglisvert! Mér fynnst það einhvernveginn gersamlega órökrétt. Viltu segja mér af hverju það á að vera betra að hafa tauminn í hægri og hundinn vinstra megin?

Re: Smá spurning um

í Hundar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér var sagt að hafa tauminn í vinstri hendi og hundinn vinstra megin við mig. Er það ekki málið frekar en tauminn í hægri og hundinn vinstra megin?

Re: Smá spurning um

í Hundar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér þykir hann nefnilega toga alveg rosalega þegar hann er í stutta taumnum. Hann kann pottþétt ekki að ganga við hæl! En hitt er svo annað mál að mér þykir hann ekki toga eins mikið í þeim langa/lengjanlega. Mér sýnist að það að hundur gangi við hæl sé mjög eftirsóknarvert. Hvernig er best að fá hann til að gera það?

Re: bluetooth

í Farsímar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég myndi ráðleggja þér að fara í Hátækni og kaupa Bluetooth kort sem heitir Socket. Nokia eru nebbla með smá stæla í Bluetooth og leyfa ekki allar gerðir Bluetooth korta.

Re: Pólý tónar (Polyphonic ringtones) hvað er það?

í Farsímar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja! Aldeilis hressileg umræða. WAV og MP3 eru hljóðupptökur, hljóð sem er tekið upp tölvu og kóðað eða jafnvel kóðað og þjappað eins og MP3. MIDI inniheldur engin hljóð, heldur skipanir um að spila ákveðin hljóð á ákveðnum tímum í ákveðið langann tíma. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að Pólýtónar innihalda ekki söng, því þeir eru ekki upptökur heldur skipanasöfn. Midi skrár eru oft búnar til með því að vista nótur sem spilaðar eru inn á hljómborð. Ef einhver kann betri útskýringu á...

Re: hjálp með polyphonic tóna

í Farsímar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nokia 3510 getur spilað midi skrár. Þær mega vera 4 tónar í einu, en ég man ekki hversu mörg hljóðfæri hann ræður við. Það eru 2 leiðir til að troða tóninum í símann. 1. Setja tóninn á WAP síðu og sækja þaðan. 2. Senda tóninn með MMS. 3. Ef þú værir með SonyEricsson síma gætir þú sent midi skránna beint í símann með innrauða tenginu.

Re: Gítarneglur - The Story

í Metall fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Spilaði Brian May ekki á gítarinn sinn (þennan sem er smíðaður úr gamalli arinhillu) með penní?

Re: einar

í Farsímar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er eitt sem ég skil ekki alveg, þú segir að GPRS hafi farið að hegða sér undarlega. Prófaðir þú að slökkva og kveikja á símanum? Það er besta lækning sem til er við “óútskýrðum” hlutum sem símarnir okkar taka upp á. Ég held, að þið mynduð aldrei trúa því hversu forhert fólk getur verið þegar kemur að því að skila lánssímum… nú eða stolnum símum. Síminn gæti líklegast sent reikninga fyrir lánssímunum, en ég myndi ekki búast við því að margir myndu greiða þá. Það myndi kannski ýta undir...

Re: Matrix símarnir lentir í BT.

í Farsímar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef einmitt fengið að halda á Matrix síma amk eins og var notaður í myndinni. Mér var sagt að þetta væri sá eini og sanni, en ég er ekki alveg sjúr. Hann er alveg hroðalega ljótur á mynd, en þegar maður fær hann í hendurnar skánar hann aðeins. Þegar maður prófar að svara símtali… þá kemur kúlið sko í ljós. Það er ýtt á takka á hliðinni á honum og þá skýst efsti parturinn upp og skjárinn kemur í ljós. Það er það eina sem er merkilegt við þennan síma. Mig minnir að skjárinn sé ekki einu...

Re: Einkaréttur Land$ímans á notkun á frelsi

í Farsímar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Frelsi eitt og sér á fjarskiptamarkaði er heiti á þjónustu sem er í boði hjá Símanum. Það að Og Vodafone kalli þjónustu sem er hliðstæð eða eins og þjónusta hjá Símanum og er á sama markaði getur varla talist eðlilegt. Orðið Frelsi er vörumerki, vörumerki sem á við ákveðna þjónustu. Þegar þú ferð í sjoppu, til að kaupa skafkort til að hlaða inneign á fyrirframgreidda símakortið þitt, þarftu að bijða um Frelsi frá Símanum eða Frelsi frá Og Vodafone. Coca Cola er lögverndað vörumerki yfir...

Re: LOKATAKMARKIÐ hjá ISG

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það má svo kannski bæta við þetta að eina stefnumálið hjá Samfylkingunni sem ég hef heyrt er “Markmiðið er að fella ríkisstjórnina”, “Markmiðið er að fella ríkisstjórnina” Svona hljómaði samfylkingar ##$ ið sem var að reyna að láta mann svelgjast á í mötuneytinu í vinnunni hjá mér. ISG var til dæmis mjög á móti því að byggt yrði í Grafarvogi. Ég spyr: Hvért í ósköpunum átti Reykjavík að vaxa?

Re: MSN messenger (msg plus)

í Hugi fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Svo er Miranda ICQ alger snilld. En það er einmitt hægt að láta Miranda höndla MSN. http://miranda-im.org/ Og svo er hægt að fá veður update líka: http://miranda-im.org/download/details.php?action=viewfile&id=423 Fyrir þá sem það vilja!

Re: Loksins eitthvað að gerast !!

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jamm jamm. Lesblinda og allt það. www.puki.is er snilld. Svo er líka hægt að nota púka í Word. Ég mæli með því. Ég er hjá Símanum. Síminn er 97 ára, var stofnaður 1906. GSM kerfi Símans er að verða 8 ára.

Re: Írak og farsímastaðlastríðið

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er allavega spurning hversu vel þessari herstjórn myndi ganga að stjórna landinu. Gallinn við Írak er náttla sá að Saddam er búinn að murka lífið úr öllum sem dirfðust að setja sig upp á móti honum. Það segir sig sjálft að andstæðingar hans sem láta andstöðu í ljósi hljóta að vera nokkuð vandfundnir.

Re: Írak og farsímastaðlastríðið

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja, þá vitum við sennilega út af hverju Kaninn nefnir ekki Svíþjóð og Finnland. En Kaninn kaupir ekki þoturnar af svíum, en já, líklega íhluti. “Components. American components, Russian Components, ALL MADE IN TAIWAN!!!” Lev Andropov, Armageddon.

Re: Írak og farsímastaðlastríðið

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sænsk vopn? Ertu ekki að grínast? Hvað kaupir kaninn af Svíum? Amk ekki Orustuþotur!

Re: Írak og farsímastaðlastríðið

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
hehe..SonyEricsson er að hluta japanskt í dag… þó svo að farsímarnir þeirra fyrir Evrópumarkað séu hannaðir í Evrópu. En SonyEricsson framleiða bara síma. Ericsson er hinsvegar ennþá með símstöðvabúnaðinn og dreifikerfin, en það er einmitt það sem málið snýst um. En ég er hreinlega ekki viss um afsöðu Finna og Svía. Hver svo sem hún er, þá er hún ekki eins einörð gegn stríði og afstaða Þjóðverja og Frakka.

Re: Írak og farsímastaðlastríðið

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég held að það sé langsniðugast að setja upp GSM kerfi í Írak eftir stríð, enda fáránlegt að ætla að fara að búa til eyju í farsímastöðlunum. Reyndar er mjög athyglisvert við eina af þeim greinum sem ég hef lesið um þetta mál að þar var talað um að búnaðurinn sem þyrfti til að setja upp GSM kerfi í Írak kæmi frá Siemens í Þýzkalandi eða Alcatel í Frakklandi, en þeir nefndu ekki “bílskúrsfyrirtæki” eins og Ericsson í Svíþjóð og Nokia í Finnlandi. Kannski er þetta týpískt fyrir kanann.

Re: Hjálp

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bluetooth er semsagt staðall fyrir þráðlaus samskipti á milli ýmissa tækja. Nafnið ér komið af því að Bluetooth er ætlað að valda því að öll þráðlaus smátæki frá mismunandi framleiðendum geti talað saman. Haraldur Blátönn er konungurinn sem fyrir langalöngu sameinaði Skandinavíu. Höfundar Bluetooth tækninnar vona að Bluetooth geri það sama fyrir smátækin.

Re: SonyEricsson T65

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
T65 kom á markaðinn á eftir T68, þannig að það er ekki rétt að T68 hafi komið í staðinn fyrir hann. T39m (og í raun R520m) er síminn sem T68m ýtti út af markaðnum. T65 var alltaf hugsaður sem ódýr sími. . T200 og T300 eru símar sem koma í staðinn fyrir hann. Þegar þetta er skrifað kostar T68i 28.980 krónur í vefverslun Símans. Ég verð að segja að hann er frábær sími fyrir þetta verð. Svo er T68i frábær fyrir það að hann er ákaflega auðveldur í tengingum.

Re: SonyEricsson T65

í Farsímar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
T65 var einfaldlega látinn víkja fyrir öðrum módelum. T200 og T300 komu í staðinn. Ef síminn frýs getur þú prófað að halda NO inni í smá stund. Það er einskonar Control Alt Delete fyrir símann. Drífðu þig með símann á verkstðið hjá Símanum og láttu kíkja á hann. Það er ekki holt að draga það þangað til ábyrgðin fellur úr gildi.

Re: Ódýrast

í Farsímar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú verður að skoða þetta í víðu samhengi miðað við þá notkun sem þú býst við að þú verðir með. Tal og Íslandssími auglýsa venjulega lægri verð en Síminn, sérstaklega á innankerfissímtölum. Það eru hinsvegar mun fleiri notendur hjá Símanum þannig að þegar upp er staðið er líklegt að það sé ódýrara fyrir þig að hafa númerið þitt þar, nema allir sem þú þekkir séu hjá TalÍslandssímasteypunni.

Re: Motorola C330

í Farsímar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hvaða galla hefur þú orðið var við? Ég hef prófað hann og ég held að þetta sé ansi traustur lítill sími. Það eina sem pirrar mig óendanlega við hann er hversu hræðilega ljótur orginal fronturinn sem fylgir honum er. En það er hægt að kaupa á hann alveg nýja skel sem breytir útlitinu á honum algerlega.

Re: Ericsson T-200

í Farsímar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sæll. Þú getur stillt símann á Tone, þá pípir hann hátt og skerandi tvisvar eftir að þú færð SMS. Þá er bara spurningin hversu fast þú sefur. Það er búið að kvarta gífurlega mikið undan þessum SMS tónum við SonyEricsson. Ég vona bara að þeir drullist til að gera eitthvað í þessu! P800 getur spilað heilu lögin eða vakið þig með hanagali þegar þú færð SMS! ;)

Re: SonyEricsson P800 einn sá besti!

í Farsímar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þið segið að það megi gera hvað sem er til að lífga upp á þetta “dauða áhugamál”. Ég get ekki sagt annað en að ég er alveg sammála því að það megi vera meira líf hérna. Hvað segiði þá um að skrifa inn greinar og vera virkir í að nota áhugamálið ykkur til framdráttar? Til dæmis ef þú hefur fundið einhver stórsnjöll not fyrir GSM símann þinn sem þú vilt deila með okkur hinum?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok