Ég held allavega ekki með Chelsea það eitt er víst, læt ekki bendla mig við þetta glory-hunter pakk! Essien var nú ekkert að skara framúr en hann var að vísu ekki að spila illa, ég skal viðurkenna það. Eina ástæðan fyrir því að Eiður sé búinn að skora flest mörk hjá Chelsea af öllum þeim mönnum sem þar eru núna er sú að hann er búinn að vera þar lengst og Chelsea kaupir allt sem hreyfist og ef það hreyfist ekki þá hrista þeir það og kaupa það svo.