Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Matti21
Matti21 Notandi síðan fyrir 21 árum, 3 mánuðum Karlmaður
302 stig

Re: Shure beta58a

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 8 mánuðum
kíkir aldrei neinn á /hljodvinnsla ? Þetta er eitt nýasta áhugamálið á huga og var samt í 37 sæti síðasta janúar (af 178) og er á hraðri uppleið. Mér finnst það nokkuð góður árangur. Mæli bara með því að þú setir þetta bara á bæði. Bætt við 7. mars 2007 - 20:15 meinti 31. sæti

Re: Vista, vista vista!!!!

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 8 mánuðum
verðhugmynd og hvað ættlarðu að nota hana í? Ég mæli ekki með fartölvum fyrir tölvuleikjaspilun. Til þess að fá fartölvu sem getur spilað einhverja af svona nýustu leikjunum þarf maður að eyða svona 160-70 þúsund í hana. Maður getur þá alveg eins bara sett saman ágætis turn og keypt einhverja “skólafartölvu” fyrir peninginn.

Re: Skjákort

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Vinnsluminnisstærð í tölvu hefur reyndar rosalega mikið að segja um kraft hennar. Ég mundi segja að það skipti meira máli að vera með gott skjákort og mikið vinnsluminni heldur en öflugan örgjörva. Samt sem áður er ég sammála þér með það að maður á alls ekki að meta skjákort eftir minniststærðinni einni þar sem hún hefur mun minna að segja um afl kortsins en klukkuhraði þess. Ekki má samt gleyma því að þessi kort voru hönnuð fyrir DX10 leiki svo kanski skiptir minnisstærð mun meira máli þar....

Re: PS3 vs. Xbox 360 - Sony vs. Microsoft

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Að sjálfsögðu er PS3 örgjörvinn overhypaður eins og nánast allt frá sony en öflugur er hann nú samt. Cell örgjörvinn hefur einn PPE (Power Processing Element) örgjörva og sjö SPE (Synergistic Processing Elements) örgjörva sem keyra allir á 3,2GHz, stýrikerfi tölvunar notar hinsvegar heilan SPE svo að aðeins sex SPE örgjörvar eru nothæfir fyrir leikjaframleiðendur. Cell örgjörvinn hefur það fram yfir Xenon (xbox 360 örgjörvinn) að geta gert fleiri hluti í einu. Xbox 360 örgjörvinn hefur 3...

Re: Ný Talva !!!! Hvað á maður að kaupa ?

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 8 mánuðum
vanntar þig skjá, mús, lyklaborð og allt svoleiðis líka eða ertu bara að meina turn? Ef þú ert bara að meina turn þá mundi ég segja eitthvað svona: Intel Core2 Duo E6400 17.750kr - att.is - TT Big Typ 120 kæling - kisildalur, 6000kr ASUS P5N-E SLI Móðurborð 16500kr - kisildalur - 2x1GB parað DDR2 800 - 15860kr - tölvuvirkni Nvidia geforce 8800GTS 640MB - 43860kr. - tölvuvirkni. harðan disk og geisladrif geturðu fengið hvar sem er, kassa mundi ég segja td. þennan...

Re: Ipod Mod

í Græjur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
það er hægt að setja linux á gömlu. Þ.e.a.s alla sem hafa ekki svona “click-wheel”. http://www.ipodlinux.org/Main_Page

Re: Ný Talva !!!! Hvað á maður að kaupa ?

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 8 mánuðum
hann var að meina að maður segir ekki talva. Það er vitlaust. Orðið er tölva og beygist: Hér er tölva um tölvu frá tölvu til tölvu http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=1013

Re: raney recording studio

í Hljóðvinnsla fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þessi mynd hefur komið áður, og fyrir ekki svo löngu siðan. Bætt við 4. mars 2007 - 16:04 http://www.hugi.is/hljodvinnsla/images.php?page=view&contentId=4491917 :P

Re: Prufa PS3

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
ég prófaði hana í smáralindinni. Spilaði motorstorm og eitthvað. Hún var allt í lagi, kom mér svo sem ekkert á óvart. Graffíkin var líka nokkuð góð, en ekkert sem xbox 360 gerir ekki betur. Fjarstýringin fannst mér samt hræðileg. Allt of létt og R2 og L2 takkarnir eru alveg fáranlegir. Maður tók líka strax eftir því að rumble-ið væri farið, vanntaði bara alltaf eitthvað þegar maður td. klessti á í motorstorm. Í heildina fannst mér hún svo sem fín, mundi samt aldrei tíma að kaupa hana.

Re: Virkar Vista í þessari tölvu ??

í Windows fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég mæli með því að bara allir býði með að uppfæra. Það er svo fáranlega mikið af driverum sem virka ekki í VISTA. Ég prófaði þennan VISTA upgrade advisor og ég fékk að vita það að hljóðkortið, prenntarinn, blutooth driverinn, þráðlausa LANið og fullt af forritum eins og DVD spilarinn og forritið sem sér um batterí notkunina mundu ekki virka með VISTA, samt er ég með “VISTA premium ready” tölvu. Microsoft segja jú að lágmark sé 512MB minni og 800mhz örgjörvi en ég meina XP “virkar” líka á...

Re: Virkar Vista í þessari tölvu ??

í Windows fyrir 17 árum, 9 mánuðum
hún á að gera það. 1GB vinnsluminni er samt lámark með VISTA. Þú mátt búast við því að kröfuhörð forrit eða tölvuleikir verði frekar hægvirk með VISTA. Ég mundi bara ráðleggja þér að geyma með að uppfæra þangað til að service pack 1 kemur. Fullt af göllum í VISTA núna og milljón forrit og driverar sem virka ekki. Bara endalaus pirringur með þetta stýrikerfi. Margir sem hafa uppfært í VISTA fóru aftur yfir í XP bara út af göllum og veseni. Að kaupa sér stýrikerfi strax og það kemur=Pirringur.

Re: Vinsluminni pæling

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 9 mánuðum
http://www.cpuid.com/cpuz.php náðu í þetta forrit. Opnaðu það og farðu í memory, þar stendur í type annaðhvort DDR eða DDR2. Ef þú ert með DDR2 geturðu ekki notað þetta.

Re: Gibson Sg Special Faded

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
mér finnst hann ekki góður. Hálsinn allt of þykkur og bara einhvern veigin óþægilegur finnst mér. Annars finnst mér líka td. allir les paul gítarar óþægilegir þannig þetta er líklegast bara ég, en þegar ég spila á svona gítar er orðið “gæði” ekki það sem kemur fyrst upp í hugann. Þarf líka að fara mjög vel með hann því hann er ekki lakkaður. Mælt með að maður beri sítrónuolíu (eða eitthvað álíka) reglulega á hann og vesen. Vinur minn keypti sér svona gítar í bandaríkjunum og þegar hann kom...

Re: Digi003 er kominn út

í Hljóðvinnsla fyrir 17 árum, 9 mánuðum
endilega ekki setja link fyrir okkur eða skrifa eitthvað um hann :P http://www.digidesign.com/index.cfm?langid=51&navid=48&itemid=24691&ref=003A-UK

Re: Vista enn og aftur!

í Windows fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Prófaðu þetta: Opnaðu VLC og farðu í settnings og í preferences Ýttu á plúsinn hliðiná Video og farðu í output models. Hakaðu við Advanced options í horninu og prófaðu að breyta video output mode í annaðhvort DirectX, OpenGL eða Windows GDI. Ef ekkert af þeim virkar gætirðu prófað að ná í K-lite media player en ég veit ekkert hvort hann virki eitthvað betur með Vista en VLC. Bætt við 1. mars 2007 - 09:07 modules átti nú reyndar að standa þarna.

Re: PS3 vs. Xbox 360 - Sony vs. Microsoft

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
ástæðan fyrir því að ég held að PS2 hafi unnið var vegna þess að hún langt á undan xbox og gamecube. Hún var byrjuð að lækka í verði og kominn með fullt af leikjum þegar hinar tölvurnar komu loksins út. Aflið kom lítið við sögu þar sem fólk vissi ekkert hvernig graffík Xbox eða gamecube ætti eftir að koma með. Mhz segja þér ekki allasöguna PS2 örgjörvinn var 128-bit og náði 6.8Gflops á meðan Xbox örgjörvinn var aðeins 32-bit og náði ekki nema 2.9Gflops. Xbox örgjörvinn var eiginlega bara...

Re: Vélin mín

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 9 mánuðum
flott grein. Enilega henntu líka inn grein um overclocking (þú virðist allavega vita mikið um svoleiðis dæmi), væri endilega til í að lesa grein um það.

Re: PS3 vs. Xbox 360 - Sony vs. Microsoft

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Reyndar ekki rétt hjá þér. PS3 og Xbox 360 dev kitttin komu út á nánast sama tíma, (+- einn til tveir mánuðir fyrir suma leikjaframleiðendur). Það tekur mörg ár að framleiða svona leiki, PS3 var seinkað nokkrum sinnum, leikjaframleiðendur fengu alveg jafn langan tíma ef ekki lengri í sumum tilfellum til að gera leiki á PS3. Fight night round 3 var hannaður fyrir Xbox 360 og svo portaður á PS3. PS3 útgáfan fékk næstum heilt ár meira af tíma en Xbox 360 útgáfan. Og það eina sem þeim tókst að...

Re: radioblogclub

í Músík almennt fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ef ég ýti á bláu örina þegar ég er ekki loggaður inn kemur # You must login to use this feature. # If you don't have an account yet, click here to register.

Re: PS3 vs. Xbox 360 - Sony vs. Microsoft

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
takk, já ég held að Xbox 360 muni hafa betri graffík í framtíðinni. Hún hefur meira nothæft minni og betri GPU heldur en PS3. Eina sem ps3 hefur yfir xbox 360 er öflugari örgjörvi, en PS2 hafði líka mun öflugari örgjörva en gamla xbox. Xbox hafði bara meira vinnsluminni og betra GPU. Það skiptir meira máli heldur en örgjörvinn. Munurinn á PS3 og Xbox 360 er að sjálfsögðu ekki jafn mikill og á PS2 og gömlu Xbox en ég held samt að Xbox 360 muni alltaf vera einu skrefi á undan PS3 hvað graffík varðar.

Re: PS3 mun kosta um 70 þúsund kall...!

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
heildsöluverðið (þ.e.a.s verðið sem búðirnar kaupa tölvurnar) vissulega eitthvað lægra en söluverð en það munar ekki einhverjum 10 þúsund kalli. PS3 er helmingi dýrari en PS2 að sjálfsögðu verður verðmunurinn þá meiri milli landa. Þú tókst hvorki vask né toll inn í þetta. Það er alveg hægt að gera nákvæmlega sama dæmið með Xbox 360: 400 evrur * 1,1 *1,245 *86= 47110 Hún kostar um 43-45 þúsund hér, fer eftir því hvar þú kaupir hana, vegna þess að heildsölu verðið er aðeins lægra en...

Re: PS3 mun kosta um 70 þúsund kall...!

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
hún fer aldrei niður fyrir 60 þúsund kallin. Einfalt reikningsdæmi. Stykkið kostar 600 evrur sem í íslenskum krónum er ca. 51 þúsund, það er verðið án virðisaukaskatts og tolls og verðálags frá búðum sem verður örugglega ágætis peningur þar sem þetta er mjög eftirsótt vara. En með tolli og vaski ætti þetta að vera um 70 þúsund kall. 600 evrur * 1.245(VSK) = 747 evrur. 747*1.1 (tollur, minnir að tollur fyrir raftæki sé 10% leiréttið mig ef þetta er vitlaust) = 821.7 821.7 * 86(evran í dag)=70666.2 KR.

Re: ps3

í Tölvuleikir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
lýst mun betur á xbox 360. Fleiri leikir sem vekja áhuga minn, ódýrari, hingað til hefur hún haft betri graffík og ég sé það ekki fara að breytast miða við það sem ég hef lesið í tæknigreinum og það sem margir leikjaframleiðendur hafa að segja um þessar tölvur. Það hefur líka ekkert fyrirtæki unnið í tölvuleikjamarkaðinum þrisvar í röð. Held að sony séu að fara sömuleið með PS3 og nintendo með N64. Verðið á henni er líka bara eitthvað grín. Allt of mikill peningur fyrir leikjatölvu.

Re: Tunner

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
gettu trilljón sinnum :) …Það sama og output gerir á öllum gítareffektum…það output-ar….

Re: radioblogclub

í Músík almennt fyrir 17 árum, 9 mánuðum
þetta gerirðu: Ferð á radioblogclub.com - ef þú ert ekki búinn að registera verðurðu að gera það, annars virkar þetta ekki. Það er mjög einfalt og kostar ekkert. Eftir það finnurðu lagið sem þú villt downloada og ýtir á bláu örina við hliðina á því á síðunni. Þá færðu upp svona skemmtilegan kóða sem þú koppíar og paste-ar svo í kassan á radioblogdownloader.com (þar sem stendur paster embed code here). Síðan ýtir þú á download file. Eftir það færðu upp svona skemmtileg skilaboð niðri í hvíta...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok