Þegar ég spila með hljómsveitinni minni nota ég alltaf Ahead 7a. Endast lengur og miklu þægilegra að blasta með þeim, ekki jafn mikið sjokk fyrir úlnliðina. Ég set alltaf grip tape á þá og þá missi ég þá aldrei. Þegar ég er ekki að spila metal, t.d. þegar ég er í tónlistarskólanum nota ég alltaf pro-mark kjuða. Enga sérstaka týpu, er alltaf að prufa mig áfram, en mér þykja t.d. oak kjuðarnir bestir því þeir endast lengst, þó það sé ekki jafn “mjúkt” og flott sánd í þeim eins og í mahogni.