Gaman að heyra. Endilega ef þú vilt fá góðar greinar, þá er bara um að gera að setjast niður og skrifa eitthvað. Ég sá til dæmis greinina fyrir neðan sem heitir “Hvernig ég byggði upp hraða”, en það var grein fyrir gítar. Þá fór ég að hugsa hvað það væri gaman að sjá svona um trommusett (þó mín hafi verið allt öðruvísi upp sett), og í staðinn fyrir að bíða þá skrifaði ég hana bara sjálfur. Því að þó að ég hafi kannski rangt fyrir mér í mörgu af þessu, þá startar þetta vonandi umræðum ;)