Rétt, trú er líka þröngvað upp á aðra í gegnum uppeldi, sumir eru heilaþvegnir, sumir nota trú til þess að réttlæta: fordóma, hryðjuverk, hatur, illar gjörðir, öfgakenndar skoðanir, frelsissviptingu, misnotkun valds, kúgun, spillingu, græðgi, morð, nauðganir, alls kyns bönn sem lúta að persónulegum málum(kynlíf, gifting) og ég gæti haldið áfram. Fæstir nota trú, eins og þú segir, sem hækju til þess að takast á við heiminn. Flestir nota trú til þess að réttlæta ranga hegðun.