Ég fullyrti nú ekkert um eðli tímans, heldur gerði bara tilraun til þess að koma skiljanlegum orðum á hugmyndina mína, sem er að sjálfsögðu ekki rökstudd á neinn hátt.. En ef ég skil þig rétt, ertu þá að segja að tíminn sé ekki raunverulegur? Ég meina, rými hefur ása en þú getur ekki borðað það, kannski er ég ekki rétti maðurinn til þess að fullyrða um það hvernig hlutirnir eru en ég myndi segja að rými væri raunverulegt. Rými er ekki hlutur eins og stóll eða fjall, en það er samt jafn...