Jamm, ég hef slefað mikið yfir Elise. Svo sá ég mynd af þannig bíl með tveimur mönnum innanborðs og gerði mér grein fyrir hve lítill hann er. Mér er svo sem sama um þægindin. Góð miðstöð (ég er kuldaskræfa) og þokkalegar CD-græjur er nóg fyrir mig. Ég veit líka að Elise er örugglega svona Lotus-mjúkur sem er mikilvægara en eitthvað rafmagnsdrasl. Mér finnst hinsvegar sárara með farangursgeymsluna. Kíkið á Boxster, tvær farangursgeymslur, snilld! Sjálfur á ég bara tveggja sæta bíl og í tvö ár...