Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvað um fornbíla?

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Já MkI & II Golf GTi eru einu Golfarnir sem ég fíla. Ég myndi samt ekkert vera að fikta við þá. Ég held að þú þurfir að gera ansi mikið við Golf GTi til að hafa í Impreza. VR6 Golf myndi vera saltaður ofan í tunnu af venjulegri GT Impreza.

Re: Hvíti Djöfulinn.

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Breytir aðeins því sem ég las útúr því fyrst en gott engu að síður.

Re: Pip

í Teiknimyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Rambuche… heh… lol. Hvernig er annað hægt en að elska litla, feita, kjaftfora viðrinið? :)

Re: 25 hættulegustu myndirnar!!!!

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég skil ekki… Hvernig “hættulegar”? Þetta er mjög mislitur listi.

Re: Ég fatta ekki

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Þegar maður er krakki þarf lítið til að skemmta manni. Nú veit ég ekki hvað þú horfir á en hvernig væri að gerast metnaðargjarnari í myndavali. Fyrir mitt leiti er meginhluti mynda í dag rusl, þess vegna er ég vandlátur og horfi ekki á hvað sem er, pæli í hvað ég ætla að sjá.

Re: Verstu myndir EVER!

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Var nú ekki óþarfi að dömpa svona almennt á Rutger Hauer… Hann lék t.d. í Blade Runner. Hann velur sér ekki alltaf skítahlutverk. Hvað næst, Gary Busey?

Re: Hvað er málið???

í Tilveran fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Napster rændi ekki einu né neinu. Þeir bjuggu til hugbúnað sem gerði fólki kleyft að skiptast á gögnum. Þetta er eins og að halda því fram að byssuframleiðendur ræni bensínstöðvar í USA! Það er verið að vanda að ráðast á rangan aðila. Í þessu tilfelli lenda allir undir hinum breiða hrammi laganna hvort sem þeir hafa/ætla að gera eitthvað eð eru saklausir. Og það er skítt!

Re: Rokkhljómsveitin Hugi.is

í Tilveran fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Jamm að snúa vörn í sókn eftir ósigur! Þetta er snilldarhugmynd!

Re: STEF svarar fyrir sig

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Rétt er það að fólk á að fá umbun erfiðis síns. Það réttlætir hinsvegar ekki gjaldtöku sem þessa þar sem margir munu vera að borga fyrir ekki neitt.

Re: Rýrnun bíla

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Porsche 911 heldur verði frábærlega. Það sem helst dregur hann niður er árátta Porsche til að lækka verðið á nýjum bílum. Trikkið við að láta bílinn sem maður kaupir nýjann halda verði er að hafa hann með A/C og svartan eða silfraðann. Ég er ekki að grínast! Ég held að MB SLK henti ekkert betur en hver annar sambærilegur sportbíll hér á Íslandi. Audi TT hefur fjórhjóladrif (225 hö útg.), myndi hann ekki þá vera mun betri? Það er mikið úrval af háklassa sportbílum og virðist sífellt vera að...

Re: Tómstundahúss TypeR hondan= Feik!

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Var þetta ekki alltaf augljóst?

Re: Heimspeki

í Hugi fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Já! Og hvar er Buffy?!

Re: Draumabíll fyrir 3 millur

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Jamm, ég hef slefað mikið yfir Elise. Svo sá ég mynd af þannig bíl með tveimur mönnum innanborðs og gerði mér grein fyrir hve lítill hann er. Mér er svo sem sama um þægindin. Góð miðstöð (ég er kuldaskræfa) og þokkalegar CD-græjur er nóg fyrir mig. Ég veit líka að Elise er örugglega svona Lotus-mjúkur sem er mikilvægara en eitthvað rafmagnsdrasl. Mér finnst hinsvegar sárara með farangursgeymsluna. Kíkið á Boxster, tvær farangursgeymslur, snilld! Sjálfur á ég bara tveggja sæta bíl og í tvö ár...

Hvíti Djöfulinn.

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Pretty good! Meira að segja boðsskapurinn sem ég les úr þessu er fínn. Eitt kvabb: Hann sýgur inn í sál þína Ertu að meina að djöfullinn sígi inn í sálina eða er ég að misskilja?

Nostradamus, einhver ?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 10 mánuðum
I like Bush & Gore! Just not at the same time…

Enn og aftur um mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Mig hlakkar til að heyra skilgreiningu á sjálfsvarnaríþrótt og svo muninn á íþrótt sem gengur út á það að lemja þar til hinn aðilinn liggur! Ekki það að ÓL-Box snúist um það eftir því sem ég best veit. Hinsvegar skilst mér að box sé mjög góð sjálfsvarnaríþrótt. Hinsvegar er ég sammála fairy að einn versti andlegi sjúkdómurinn sem herjar á fólk í dag er að halda að ef eitthvað er sagt nógu oft þá verði það sannleikur.

Skoðun mín á "STEF málinu", lesið vel

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég vill hvetja alla til að skrá sig á undirkriftarlistann gegn þessu óráði! Sjálfur er ég að hugleiða það að versla allt sem kemur undir þennan skatt erlendis frá. Ég hef ekki rannsakað hvort að ég sleppi við skattinn, ef þið vitið það megið þið endilega láta heyra í ykkur! Hvernig sem það er þá tel ég þetta samt vænlega leið til að mótmæla því a.m.k. álagningin fer úr landi. Annars er engu við að bæta. Amen!

NeoPostModerism

í Dulspeki fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Meðan ég man… Ef við hittumst einhverntímann, minntu mig á að berja þig til óbóta og taka síðan veskið þitt. Ekki það að ég hafi neitt á móti þér svona persónulega en þetta skiptir þig engu máli hvort sem er.

Re: NeoPostModerism

í Dulspeki fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það vill svo til að ég bý yfir skynjun og minni. Ég get tekið ákvarðanir og ein þeirra er sú að ég skipti sjálfan mig máli. Takk fyrir og nóg um það. Just trying to be the king of me… Mal-3

Re: þú átt þrjár milljónir... (segjum sem svo)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég vill benda þér á að fara varlega að því að versla þér 944 (o.fl.) Porsche hér á landi. Ég hef reyndar bara skoðað einn og hann var skítsæmilegur. Þetta eru sterkir og traustir bílar en þeir eru samt farnir að eldast. Þegar þú færð þér svona dýran gamlan bíl skaltu fræðast vel um tegundina, kosti og sérstaklega galla. Vertu með á hreinu hvað þarf að gera til að Porsche-eignin þín verði ánægjuleg reynsla. Ég er ekki sérfróður þótt ég hafi lesið mér nokkuð til og því ekki með ráðleggingar...

Re: Leynilögregluaðgerð bjargar Tinna

í Myndasögur fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Vitað mál að Tinni og félagar voru hommar. Vaíla Veinólínó var svona fag-hag. Skoðið bara bækurnar ég á allar 24 og það sést varla kvenfólk í þeim, nema Vaíla!

Re: þú átt þrjár milljónir... (segjum sem svo)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Úff… Þetta er gott úrval! Hvernig nálgastu Porsche 944? Þú þarft að vera helvíti viss um hvaða bíl þú ert að kaupa. Erfitt að standast Porsche. Má vera að þú getir snapað þér ábyrgð ef rétt er að málum staðið. Þeir ítölsku eru fínir þó að Coupe Turbo sé meira freistandi fyrir mig. Ég myndi sjálfur spara peninginn í 156 og fá mér 2.0 TS líklega. Ein hugmynd: Golf VR6 er ekkert sérstaklega spennandi bíll en með þennan pening geturðu fengið þér einn besta VW akstursbílinn, Corrado VR6....

Re: Enn og aftur um mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ágætis punktar. Ég sé svosem ekkert að því að leyfa rússneska rúlletu ef rétt er að málum staðið. Það myndi leiða til þess að meðalgreind myndi hækka.

Re: Hver ætlar á samkomuna á Írlandi?

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 10 mánuðum
SniFur snerist að lokum! LOL

Re: Ensk ljóð?

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ekki að ég sé reglulegur gestur hér en mér findist þetta ágætis framtak hjá þér! Enska er prýðismál sem flestir skilja. Ef þú vilt birta eitthvað á öðrum málum er mér nokk sama.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok