Eins og kom fram í greininni hefur bensíneyðsla náðst niður um 40% í hægagangi. RENESIS mótorinn held ég að sé alveg nýr og hef ég vonir til að Mazda hafi betrumbætt hann mikið. Ath. að 250hö nást án túrbínu og talað hefur verið um heitari útgáfu með 280hö og þá væntanlega án túrbínu. Gaman verður að sjá hvernig hann reynist, en ég er tíl í að taka séns á að það þurfi að taka vélina upp á sama fresti og í RX-7 3rd gen. Annars held ég að þessi mótor eigi eftir að vera langlífari.