Bílar farnir að líta allir eins út í dag? Það hefur líklegast aldrei verið jafn mikil fjölbreytni í gangi og í dag. Horfðu bara framhjá þeim sem eru uppteknir við að annaðhvort herma eða vera ekki of djarfir. Það er hægt að þekkja Ford og VW bíla léttilega á hönnuninni og þeir eru vægast sagt ólíkir. Volvo, Jaguar, Fiat, Alfa Romeo og Renault eru dæmi um tegundir þar sem reynt er að skapa sérstæðan karakter svo ekki verði um villst. Raðaðu bara hlið við hlið nokkrum bílum úr sama flokki og...