Það væri hægt að gera bullumótor sem brennir JET A1 í grundvallaratriðum eins og dísilmótor. Það þyrfti hinsvegar að finna leið til að bæta úr því að dísilolía hefur örlitla smureiginleika sem JET A1 hefur ekki. Ég veit til þess að á afskekktum flugvöllum á Grænlandi var bara tekin inn ein gerð eldsneytis, JET A1, hún dugði þá á þyrlurnar og flugvélarnar (allt turboprop/shaft) og dísilbílana. Þar sem bílarnir voru keyrðir lítið olli þetta litlum vandamálum.