Ég veit ekki hvort þér á eftir að líka Blance de Namur ef þér líkar ekki Hoegarden. Ég er enginn sérstakur aðdáandi þessara bjóra, en stundum finnst mér gott að fá mér einn Hoegarden. Satt best að segja heilla þessir léttu hveitibjórar mig því minna eftir því sem ég finn betri pilsnerbjóra, en ég er óttalegur pilsnerkall. Mér finnst nú skrítið þegar menn segja að mikið sé til af vondum bjórum frá Belgíu. Orðið langt síðan ég smakkaði Delerium Tremens, en Delerium Noel, 2 ára að mig minnir,...