Skv. bókinni Heimsstyrjaldarárin á Íslandi II e. Tómas Þ. Tómasson, bls. 57, skaut bandarískur hermaður 12 ára pilt til bana. Það passar við það sem mig minnir um þetta, að hermaðurinn var úrskurðaður geðveikur. Það er hins vegar ábyggilega til nákvæmari frásögn af þessu. Á sömu opnu í þessari bók er einnig sagt frá að bandarískur hermaður hafi áður skotið Íslending til bana sem misskildi stöðvunarskipun, er hann ók inn í herbúðir. Þetta eru líklegast grófustu afbrot bandarískra hermanna í...